Stjórnarfundur 08.05.2019
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 8.maí kl. 20:15 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.
Mætt: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Magali Mouy, Lísa Björg Lárusdóttir og Sigrún Eva Grétarsdóttir.
Ari Þór Guðmannsson og Sigurður Halldór Jesson tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað.
Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Mánaðarskýrslur mars og apríl
- NAC ráðstefna í september
- Kólumbía og Dóminíska lýðveldið
- Beiðni DMR um upplýsingar vegna ársáætlunar
- Önnur mál
a. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar
b. Umsókn til persónuverndar
c. Skipulagsdagur
d. NAC – nýr varafulltrúi
e. EurAdopt
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt.
2. Mánaðarskýrslur mars og apríl
Frestað
3. NAC ráðstefna í september
Formaður segir frá stöðu skipulagningar vegna NAC ráðstefnu, NAC-nefnd félagsins mun hittast næsta fimmtudag og fara yfir dagskrá og önnur ráðstefnugögn. Í framhaldinu verða þau gögn send á stjórn og svo á stjórn NAC.
4. Kólumbía og Dóminíska lýðveldið
Framkvæmdarstjóri segir lítillega frá ferð hans, verkefnastjórar félagsins og fulltrúum frá DMR til þessara tveggja landa. Stjórn mun fá sent minnisblað um ferðina.
5. Beiðni DMR um upplýsingar vegna ársáætlunar
Beiðni rædd, framkvæmdarstjóri sendir svar við beiðninni.
6. Önnur mál
a. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaráætlun á sviði barnaverndar
Formaður minnir stjórnarmenn á að skoða tölvupóst um tillögu til þingsályktunar.
b. Umsókn til persónuverndar
Framkvæmdarstjóri leggur fram bréf vegna vinnu á meistararitgerð.
c. Skipulagsdagur
Skipulagsdagur stjórnar og skrifstofu ÍÆ verður laugardaginn 1.júní. Dagskrá verður send síðar.
d. NAC – nýr varafulltrúi
Lísa Björg Lárusdóttir tekur við sem varafulltrúi NAC af Ingibjörgu Valgeirsdóttur.
e. EurAdopt
Ingibjörg aðalfulltrúi í EurAdopt segir frá fundi sem var í Vín, Austurríki í byrjun apríl. Fundargerð vegna fundanna verður send á stjórn þegar hún berst.
Fundi lokið kl. 21:00
Næsti fundur miðvikudaginn 5.júní kl. 20:15