Stjórnarfundur 08.09.2020
Stjórnarfundur íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 8. september 2020 kl. 20:30 í gegnum fjarfundarbúnað.
Mætt; Berglind Glóð Garðarsdóttir, Dylan Herrera, Lísa Björg Lárusdóttir, Magali Mouy, Ari Þór Guðmannsson og Sigurður Halldór.
Elísabet Hrund Salvarsdóttir boðaði forföll vegna veikinda.
Einnig tók Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri þátt í fundinum.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Askur, skýrsla skrifstofu
- Reykjavíkurmaraþon
- 6 mánaða uppgjör
- Breytingar á þjónustugjöldum
- Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt.
2. Askur, skýrsla skrifstofu
Rætt um stöðu mála. Tvær fjölskyldur sem fóru og hittu börn sín í þessum mánuði í Tékklandi. Allt gengur vel, skrifstofan er í góðu sambandi við allar þrjár fjölskyldurnar sem dvelja nú í Tékklandi. Ein fjölskylda kom heim í lok ágúst.
Rætt um nýjar umsóknir. Fjórða umsókn ársins kom í dag. Það voru fimm umsóknir í fyrra. Framkvæmdastjóri upplýsir um að þau eigi von á a.m.k. tveimur umsóknum enn á næstu vikum.
Fyrsta umsóknin samþykkt í Kólumbíu eftir að landið opnaði aftur. Formlega fyrsta samkynhneigða parið með samþykkta umsókn.
3. Reykjavíkurmaraþon
Heildarupphæð sem safnaðist var kr. 82. 000,-. Ekki búið að ákveða hvernig upphæðinni verður varið.
4. 6 mánaða uppgjör
Jákvæðar breytingar á fjárhagsskýrslu samanborið við fyrra ár. Á sama tíma í fyrra var staðan í mínus en er nú í plús.
Fjárhagsskýrslan samþykkt af öllum mættum aðilum stjórnar.
5. Breytingar á þjónustugjöldum
Breytingartillaga send í dag á meðlimi stjórnar. Varðar umsækjendur sem eru að sækja um að ættleiða barn í annað sinn. Markmið tillögunnar er að takmarka kostnað fyrir þá sem fara í annað ferli.
Breytingin samþykkt samhljóða af öllum mættum aðilum stjórnar.
6. Önnur mál
a. Beiðni um styrk á utanríkisráðuneyti, dags. 04.09.2020
Beiðni sem Kristinn útbjó, stíluð á utanríkisráðherra var send til kynningar í dag á stjórnarmenn. Varðar kostnað við vinnslu gagna vegna pörunar sem átti sér stað í Tógó en var svo dregin til baka vegna afskipta ræðismanns í Tógó.
Allir sammála um að senda þessa beiðni.
b. Styrkur sem barst félaginu vegna andláts tengdaföðurs Elísabetar.
c. Tengdafaðir Elísabetar lést nú fyrir skömmu. Þeim sem vildu minnast hans var bent á að hægt væri að styrkja félagið. Ræða þarf við Elísabetu um hvernig verja eigi þeim fjármunum.
d. NAC og EurAdopt
Ari upplýsir um að hann hafi fylgst með umræðum innan bæði NAC og EurAdopt. Ekkert sérstakt sem komið hafi fram annað en að fjölskyldur virðast geta verið að sameinast innan Evrópu þrátt fyrir covid.
Annað
Dylan er að aðstoða við að endurhanna gagnagrunn sem sýnir meira það sem við viljum sjá. Þá lengd á biðtíma o.s.frv. sem hann telur gagnlegt að komi skýrar fram.
Rut hefur verið að hitta fjölskyldur þeirra sem eru úti í Tékklandi og veita þeim fræðslu. Kristinn upplýsir um að hún hafi fengið mikið hrós fyrir þá þjálfun frá þeim fjölskyldum.
Kristni var boðið að koma til Bruno að fagna 90 ára afmæli yfirvalda í Tékklandi. Þurfti að boða forföll vegna covid.
Staða Covid í samstarfsríkjum
Rætt almennt um stöðu covid í Tékklandi og Tógó.
Fækkun á nýjum umsóknum
Því velt upp hvað hægt sé að gera til að skapa góða umræðu um ættleiðingar í því skyni að fjölga umsóknum.
Virðist ekki vera nein augljós ástæða fyrir fækkun umsókna síðan 2018. Trúlega margir þættir sem koma þar saman.
Umræða síðan á síðasta fundi tekin upp aftur. Þá að fara með ættleiðingar í fjölmiðla. Ekkert verið gert í því enn þá.
Námskeiðið „er ættleiðing fyrir mig?“
Námskeiðið var haldið síðustu helgi. Breytingar sem gerðar voru á námskeiði hafa gefist vel. Þórgunnur og Rut ánægðar með námskeið.
Fundi lokið kl. 22:10
Næsti fundur : 13. október kl. 20:30 í gegnum fjarfundarbúnað.