Stjórnarfundur 8.10.2024
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar
8. október 2024 kl. 17.30
Mættar: Kristín Ósk Wium, Sigríður Dhammika Haraldsdóttir og Helga Pálmadóttir. Sólveig Diljá Haraldsdóttir og Selma Hafsteinsdóttir sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Ásta Sól Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri tók einnig þátt í fundinum.
-
Fundargerð frá stjórnarfundi 12. september samþykkt.
-
Heimsókn ættleiðingaryfirvalda í Tógó til Íslands
Heimsóknin gekk mjög vel og sendinefndin virkilega ánægð með ferðina. Ásta Sól skipulagði Íslandsdvölina vel en fundað var með dómsmálaráðuneyti og Sýslumanni en DMR bauð í hádegisverð á VOX. Sendinefndin fór í heimsókn í Barnaskóla Hjallastefnunnar og Öskju leikskóla, farið var Gullna hringinn, fínt út að borða með stjórnarkonum, framkvæmdastjóri bauð sendinefndinni í kvöldmat ásamt formanni, sjóböð í Hvammsvík (endurgjaldslaust) og velheppnað vöfflukaffi með fjölskyldum sem ættleitt hafa frá Tógó (7 af 10 börnum sem ættleidd hafa verið mættu með fjölskyldum sínum).
-
Þjónustusamningur við dómsmálaráðuneytið
Ásta Sól framkvæmdastjóri og Elísabet fv. framkvæmdastjóri fóru á fund með DMR 11. september varðandi bréf sem barst frá IBCF í Kólumbíu. Drög að þjónustusamningi ættu að berast fljótlega en óljóst er hvernig hann verður.
-
Upplýsingar frá síðasta NAC fundi
Sigríður varaformaður upplýsti um stöðuna á Norðurlöndunum en hún er ekki góð. Svíþjóð og Finnland eru að loka fyrir alþjóðlegar ættleiðingar (2 félög af 4). Í Svíþjóð var t.d. gerð rannsókn og niðurstöður hjá þeim voru vafasamar. Hugmyndir eru um að breyta NAC og finna nýjan vettvang fyrir það.
-
Jólaball og aðrir viðburðir
Jólaballið verður þann 8.desember. Búið er að panta sal í Laugarneskirku, jólasveina og tónlist. Panta þarf veitingar og auglýsa viðburðinn.
-
Önnur mál
-
Ein umsókn í Tógó var sett á bið þannig að nú er laust fyrir eina umsókn til Tógó.
-
Ásta Sól framkvæmdastjóri hefur óskað eftir fundi með Tékklandi . Hún vinnur m.a. að því að hraða uppfærslutímann.
-
Ásta Sól er að skoða aðra þýðendur. T.d. löggildan skjalaþýðanda í spænsku
-
Rætt var um sýnileika félagsins og um hvernig fræðsla væri viðeigandi á næstu misserum, m.a. fyrir uppkomna ættleidda og aðstandendur þeirra.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 19.00
Næsti fundur verður 6. nóvember n.k.