Fréttir

Stjórnarfundur 8.10.2024

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar  

8. október 2024 kl. 17.30 

Mættar: Kristín Ósk Wium, Sigríður Dhammika Haraldsdóttir og Helga Pálmadóttir. Sólveig Diljá Haraldsdóttir og Selma Hafsteinsdóttir sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. 

Ásta Sól Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri tók einnig þátt í fundinum.  

  1. Fundargerð frá stjórnarfundi 12. september samþykkt. 

  1. Heimsókn ættleiðingaryfirvalda í Tógó til Íslands 

Heimsóknin gekk mjög vel og sendinefndin virkilega ánægð með ferðina. Ásta Sól skipulagði Íslandsdvölina vel en fundað var með dómsmálaráðuneyti og Sýslumanni en DMR bauð í hádegisverð á VOX. Sendinefndin fór í heimsókn í Barnaskóla Hjallastefnunnar og Öskju leikskóla, farið var Gullna hringinn, fínt út að borða með stjórnarkonum, framkvæmdastjóri bauð sendinefndinni í kvöldmat ásamt formanni, sjóböð í Hvammsvík (endurgjaldslaust) og velheppnað vöfflukaffi með fjölskyldum sem ættleitt hafa frá Tógó (7 af 10 börnum sem ættleidd hafa verið mættu með fjölskyldum sínum). 

  1. Þjónustusamningur við dómsmálaráðuneytið 

Ásta Sól framkvæmdastjóri og Elísabet fv. framkvæmdastjóri fóru á fund með DMR 11. september varðandi bréf sem barst frá IBCF í Kólumbíu. Drög að þjónustusamningi ættu að berast fljótlega en óljóst er hvernig hann verður.  

  1. Upplýsingar frá síðasta NAC fundi 

Sigríður varaformaður upplýsti um stöðuna á Norðurlöndunum en hún er ekki góð. Svíþjóð og Finnland eru að loka fyrir alþjóðlegar ættleiðingar (2 félög af 4). Í Svíþjóð var t.d. gerð rannsókn og niðurstöður hjá þeim voru vafasamar. Hugmyndir eru um að breyta NAC og finna nýjan vettvang fyrir það.  

  1. Jólaball og aðrir viðburðir 

Jólaballið verður þann 8.desember. Búið er að panta sal í Laugarneskirku, jólasveina og tónlist. Panta þarf veitingar og auglýsa viðburðinn.  

  1. Önnur mál 

  • Ein umsókn í Tógó var sett á bið þannig að nú er laust fyrir eina umsókn til Tógó. 

  • Ásta Sól framkvæmdastjóri hefur óskað eftir fundi með Tékklandi . Hún vinnur m.a. að því að hraða uppfærslutímann. 

  • Ásta Sól er að skoða aðra þýðendur. T.d. löggildan skjalaþýðanda í spænsku 

  • Rætt var um sýnileika félagsins og um hvernig fræðsla væri viðeigandi á næstu misserum, m.a. fyrir uppkomna ættleidda og aðstandendur þeirra.  

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 19.00 

Næsti fundur verður 6. nóvember n.k. 


Svæði