Fréttir

Stjórnarfundur 08.11.1982

Stjórnarfundur mánud. 8. nóvember '82, fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar.
Mætt var á fundinn auk stjórnar Guðrún Sederholm, fyrrverandi formaður.
Gerði G.S grein fyrir hinum ýmsu gögnum og var farið yfir félagaskrá. Biðlsitar voru athugaðir síðan yfirgaf G.S. fundinn. 
Þessu næst var útbúið uppkast af fréttabréfi til félagsmanna. Þar sem einsýnt er að mikið til sama fólkið er á listum Ísl. ættl. og Ísl. Guatemala var formanni falið að ræða við Maríu Pétursd. fyrir næsta stjórnarfund, sem ákveðið var að halda innan nokkurra daga. 

Fundi var síðan slitið.

Ottó B. Ólafs.


Svæði