Fréttir

Stjórnarfundur 08.11.2016

Fundargerð 8.stjórnarfundar Íslenskrar ættleiðingar

Árið 2016, þriðjudaginn 8.nóvember kl.20:00. Fundinn sátu Ari Þór Guðmannsson, Dagný Rut Haraldsdóttir, Elísabet Hrund Salvarsdóttir. Sigurður Halldór Jesson tók þátt í fundinum í gegnum Skype (fjarfundabúnað).

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri.

Þetta var tekið fyrir:

  1. Fundargerð frá 8.október 
    Rædd og samþykkt

  2. Mánaðarskýrsla
    Skýrsla ekki tilbúin, verður tekin fyrir á næsta fundi.

  3. Málefni Tógó
    3.1. Væntanleg heimsókn
    Farið yfir væntanlega heimsókn sendinefndar Tógó til Íslands. Drög eru komin að dagskrá og mun hún vera kláruð fyrir lok nóvember, drögin voru send til fulltrúa Tógó til samþykktar og komu engar athugasemdir. KI sendir stjórn drögin að dagskránni.
    3.2.Fundur með Tógó hópnum
    Boðaður verður fundur með Tógó hópnum til að fara yfir væntanlega heimsókn. Á fundinum verða meðlimir Tógó hópsins, stjórn og skrifstofa ÍÆ. KI útbýr fundarboð og sendir á stjórn til samþykktar.

  4. Þjónustuskönnun á Íslenskri ættleiðingu og annarri stoðþjónustu tengdri ættleiðingu.
    Könnun rædd, nokkur áhugaverð atriði komu fram. Þar á meðal voru niðurstöður á spurningum tengdum sýslumanni, eru sláandi. Verið er að skrifa frétt um þjónustukönnun, Brjánn fyrrum blaðamaður á Fréttablaðinu skrifar hana. Fréttin mun birtast í næsta fréttabréfi félagsins.

  5. NAC og Euradopt, skipun fulltrúa.
    Skipaðir voru fulltrúar 
    Nac - Aðalfulltrúi: Elísabet
    Varafulltrúi: Ari 

    Euradopt  - Aðalfulltrúi: Ari
    Varafulltrúi: Elísabet

    Nota netföngin nac@isadopt.is og euradopt@isadopt.is. KI mun tilkynna um breytingu á fulltrúum félagsins.

  6. Ársreikningur 2015, fyrirspurn IRR
    Enduskoðendur félagsins hjá Rýni sendu útskýringu sem KI kom til IRR vegna styrktarsjóðs.   

  7. Yfirferð á starfsdegi ÍÆ
    Þessum lið var frestað þar til á næsta stjórnarfundi. Allir stjórnarmenn þurfa að lesa þau skjöl sem komu eftir starfsdaginn til að hægt sé að fara yfir þau á næsta fundi.

  8. Önnur mál
    8.1. Jólaball ÍÆ
    Í ár verða 2 jólaböll, eitt í Reykjavík 3. desember og eitt á Akureyri 27. nóvember. Allt tilbúið      vegna jólaballs sunnan heiða. Jólaball fyrir norðan verður styrkt til veitingakaupa.
    8.2. Fræðsla
    Fræðslufundur í október heppnaðist mjög vel og mættum um 35 á Hilton og um 6 tóku þátt með fjarfundabúnaði. Fræðslunni í nóvember verður frestað þar sem breytingar urðu á sýningardegi þáttanna Leitin að upprunanum. Nánari dagsetningar koma í ljós fyrir lok nóvember.
    8.3. Ráðgjöf á Akureyri
    Lárus fer til Akureyrar 9.nóvember og býður upp á viðtöl, mikil áhugi var og fullbókaði hann daginn.
    8.4. Tvöfaldur uppruni
    Tölvupóstur barst til stjórnar vegna námskeið varðandi fullorðna ættleidda einstaklinga.
    Ákveðið að Elísabet og Lárus sálfræðingur félagins boði þau á fund.
    8.5. IRR fundur
    Fundur sem KI og Elísabet fór á hjá Innanríkisráðuneytinu 7.nóvember var ræddur og farið yfir helstu atriði sem komu þar fram.

Nokkur verkefni voru sett á fundinum sem klára þarf fyrir næsta stjórnarfund eða fyrr.

Fundi slitið 22:00

 

 


Svæði