Fréttir

Stjórnarfundur 09.03.2021

Stjórnarfundur íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 9. mars 2021 kl. 20:30 í gegnum fjarfundarbúnað.

Mætt; Berglind Glóð Garðarsdóttir, Dylan Herrera, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Magali Mouy og Ari Þór Guðmannsson.
Lísa Björg boðaði forföll. Sigurður er í leyfi. 
Einnig tók Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri þátt í fundinum.

Dagskrá stjórnarfundar 

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
  2. Askur, skýrsla skrifstofu
  3. Ársreikningur 2020
  4. Aðalfundur 
  5. Adoption Joy Week
  6. Kaup á barnabók um ættleiðingu
  7. Önnur mál

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
Fundargerð samþykkt

2.  Askur, skýrsla skrifstofu  
Kristinn segir litlar fréttir af skrifstofu. Allt gengur vel. Sýslumaðurinn að standa sig betur.
Fjölskyldan sem pöruð var við barn í Tékklandi fyrir síðustu jól bíður þess enn að geta ferðast til Tékklands til að hitta barnið sitt. Staðan mjög slæm í Tékklandi sökum covid.
Nýjar reglur frá Kólumbíu bárust í vikunni. Margt áhugavert þar, bíðum eftir þýðingu. 
Indverski sendiherrann hefur verið í sambandi nú á síðustu vikum. Langar að halda viðburð fyrir ættleidda. Er í skoðun. 
Skrifstofan hefur verið að skoða lög um fæðingar- og foreldraorlof. Varðar ákvæði er kveður á um að orlof sé ekki veitt eftir að barn verður átta ára. Erindi hefur verið sent á félagsmálaráðuneytið og félagið hyggst beita sér fyrir breytingu á ákvæðinu.

3. Ársreikningur 2020 
Reikningur var sendur til kynningar á stjórnarmeðlimi fyrir fund. Breyting á milli ára að því leyti að við erum nú í plús.
Beðið er svara frá Ragnheiði varðandi nokkur atriði en Elísabet mun svo í kjölfarið senda reikning til yfirferðar og samþykktar á stjórnarmeðlimi. 

4. Aðalfundur ÍÆ 
Verður vonandi 23. mars nk. Óljóst þó vegna covid en kemur í ljós. Gott að ársreikningur verði tilbúinn fyrir aðalfund. 

5. Adoption Joy week 
Byrjaði í gær. Var haft samband við foreldra og uppkomna ættleidda og beðið um að setja inn upplýsingar og jafnvel myndir og merkja félagið eða senda á félagið svo við getum deilt. 
Stefnum á að leggja meiri áherslu á verkefnið á næsta ári.

6. Kaup á barnabók um ættleiðingu 
Meðlimir sammála því að bók muni ekki nýtast í fræðslu fyrir félagið. Elísabet ætlar að senda svar á höfund. 

Fundi lokið kl: 21:10 

Næsti fundur verður ákveðinn í kjölfar aðalfundar en þá verður komin ný stjórn.


Svæði