Fréttir

Stjórnarfundur 09.06.2022

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, fimmtudaginn 9.júní kl 17:00

Mætt eru: Berglind Glóð Garðarsdóttir, Brynja Dan, Tinna Þórarinsdóttir.

Örn Haraldsson tók þátt í gegnum Teams.

Fjarverandi:, Gylfi Már Ágústsson,  Lísa Björg Lárusdóttir og Svandís Sigurðardóttir

Elísabet Salvarsdóttir mætti á fundinn sem framkvæmdarstjóri félagsins.

Dagskrá stjórnarfundar

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
  2. Skýrsla skrifstofu 
  3. NAC  
  4. Fundur með DMR - minnisblað 
  5. Samstarfslönd 
  6. Sumarlokun skrifstofu - minnisblað 
  7. Námskeiðið "Er ættleiðing fyrir mig?" - minnisblað 
  8. Önnur mál 

1.  Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
Engin athugasemd og hafði formaður samþykkt fundargerð í tölvupósti

2.  Skýrsla skrifstofu 
Framkvæmdastjóri fer yfir verkefni og fundi sem voru í mánuðinum – sent verður minnisblað um tölfræði á stjórn.

3.  NAC
Framkvæmdastjóri upplýsir um stöðuna á fyrirhugaðri ráðstefnu NAC á Íslandi 2023. Búið er að bóka bíósal fyrir ráðstefnuna hjá Icelandair Hotel Reykjavík Natura auk hádegisverðar og fundaveitinga.  Stjórnarfundur og Aðalfundur NAC verða haldnir hjá Center hotels og fengist hefur 15% afsláttur af gistingu fyrir ráðstefnugesti á öllum hótelum Center hotels.

4.  Fundur með DMR
Farið var yfir minnispunkta sem framkvæmdastjóri hafði sent á stjórn vegna samráðsfundar ÍÆ og DMR, Lísa og Elísabet voru fulltrúar ÍÆ. Sköpuðust áhugaverðar umræður um fundinn og komu nokkrar spurningar/tillögur sem framkvæmdastjóri mun fylgja eftir.

5.  Samstarfslönd
Farið var yfir stöðuna í samtarfslöndunum í fundarlið 4. Fundur með DMR.

6.  Sumarlokun – minnisblað
Framkvæmdastjóri leggur fram minnisblað með tillögu um fyrirhugun sumarleyfa á skrifstofu félagsins. Lagt er til að skrifstofa verði lokuð fyrir gangandi umferð 11.júlí fram til 5.ágúst, samtals 4 vikur, en hægt verði að óska eftir viðtölum og aðstoðað verður við þær umsóknir sem eru núþegar í gangi. Samþykkt af stjórn og hafði formaður sent samþykki sitt í tölvupósti.

7.  Námskeið „Er ættleiðing fyrir mig?“ – minnisblað
Minnisblað framkvæmdastjóra rætt, tillaga samþykkt af stjórn og hafði formaður sent samþykki sitt í tölvupósti.

8. Önnur mál
Engin önnur mál voru lögð fram

Fundarlok kl. 17:45

Tímasetning á næsta stjórnarfundi í ágúst verður ákveðin síðar.


Svæði