Fréttir

Stjórnarfundur 10.01.2017

 Árið 2017, þriðjudaginn.10. janúar kl.19:30. Fundinn sátu Ari Þór Guðmannsson, Dagný Rut Haraldsdóttir, Elísabet Hrund Salvarsdóttir og Sigurður Halldór Jesson.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri.

Þetta var tekið fyrir:

  1. Fundargerð frá 8.nóvember
     Rædd og samþykkt

  2. Mánaðarskýrsla
    Skýrsla ekki tilbúin, verður tekin fyrir á næsta fundi. KI mun kynna mánaðarskýrslur vegna nóvember, desember og janúar.

  3. Málefni Tógó
    1. Farið yfir heimsókn sendinefndar Tógó til Íslands í desember. Mjög ánægjuleg heimsókn og mikið sem kom útúr þeirri heimsókn. Farið var yfir nokkrar fundargerðir eftir fundi með sendinefnd Tógó, Innanríkisráðuneytinu og Sýslumanni. Ráðuneytið er að vinna að ferlum sem farið var yfir á fundum með sendinefndinni og vonandi klárast það í janúar eða byrjun febrúar.
    2. Bréf barst til skrifstofu með þökkum frá sendinefnd Tógó fyrir faglegar og góðar móttökur.
  4. Fjárhagsáætlun og starfsáætlun
    Farið yfir drög frá KI, nokkrar athugasemdir gerðar og þegar þær eru klárar er hægt að senda áætlanir áfram á ráðuneytið.

  5. Upprunaleit
    Máli frestað til næsta stjórnarfundar

  6. Fræðsla
    1. Fræðsluyfirlit kynnt fyrir stjórn - neðangreindar fræðslur hafa verið ákveðnar og aðrar eru í vinnslu.
      26.janúar - Anna María Jónsdóttir - “Tengsl og heilinn”.
      3.mars - Jórunn Elídóttir og Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir - “Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra á fyrstu árum skólagöngunnar” og “Hvernig gengur?”
      30.mars - Ragnheiður Kristín Björnsdóttir - “Að eignast ættleitt barn, eitt með tæknihjálp og annað án hjálpar. 
    2. Aðrar fræðslur
      Tvöfaldur uppruni
      Tölvupóstur barst til stjórnar vegna námskeið varðandi fullorðna ættleidda einstaklinga.
      Ákveðið að Elísabet og Lárus sálfræðingur félagins boði þau á fund.
      Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar
      Stjórn óskaði eftir því að KI sendi kynningu á hugsanlegri fræðslu á Uppeldi sem virkar -  færni til framtíðar
  7. Skjöl frá starfsdeg
    Hluta af þessum lið frestað þar til í febrúar. KI á að fara yfir hugsanlegar breytingar á samþykktum félagsins og senda á stjórnarmenn til yfirferðar.

  8. Önnur mál
    1. Reglugerðarbreytingar
      Stjórn og framkvæmdaststjóri þurfa að fara yfir tillögu að breytingu á reglugerð frá Innanríkisráðuneytinu. Skila þarf til ráðuneytisins fyrir lok janúar
  9. Aðalfundur 2017
    Ákveðið að aðalfundur félagsins fari fram fimmtudaginn 9.mars kl. 20:00, fundarstaður ákveðinn síðar. 

Fundi slitið 21:33


Svæði