Stjórnarfundur 10.02.1987
Fundinn sátu: Engilbert, Guðrún, Hilmar, Helgi og Jón Hilmar.
Helgi lagði fram svarskeyti frá D.A. Iddamaljoda þar sem hann virðist vera reiðubúinn að taka að sér umsjón ættleiðinga fyrir félagið. Gerir grein fyrir kostnaði og tilkynnir að frekari upplýsinga sé von í pósti.
Jón Hilmar lagði fram bréf frá Steingrími Hermannsyni forsætisráðherra þar sem hann svarar málaumleitunum félagsins og sendir með greinagerð um ættleiðingamálið frá dómsmálaráðuneytinu ásamt fylgigögnum sem m.a. felast í erlendum blaðaúrklippum.
Rætt var um að ná sambandi við ræðismann Íslands á Sri Lanka og leita eftir upplýsingum/meðmælum frá honum um þá tvo lögfræðinga sem lýst hafa sig fúsa til að annast ættleiðignar fyrir félagið.
Guðrún lagði fram nýtt eyðublað frá dómsmálaráðuneytinu sem ber yfirskriftina "Umsókn um vilyrði fyrir ættleiðingu á erlendu barni". Þetta eyðublað hefur verið lagt fram í afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins til viðbótar þeim eyðublöðum um ættleiðingu og ríkisborgararétt sem þar eru fyrir. Félaginu var ekki greint frá gerð þessa eyðublaðs.
Engilbert og Helgi sögðu frá áhuga Kolbrúnar Jónsdóttur og fleiri þingmanna á að halda fund með stjórnarmönnum félagsins og fulltrúum dómsmálaráðuneytis. Ljóst að dómsmálaráðherra hefði ekki áhuga á slíkum fundi. Ekki tekin afstaða til þess hvort slíkur fundur myndi hafa mikla þýðingu.
Jón Hilmar Jónsson