Fréttir

Stjórnarfundur 10.04.1984

A fundinum voru ræddar hugmyndir um ný sambönd og kom fram að 7 aðilar hafa skrifað eða eru að undirbúa sig með pappíra til að senda til Colombíu en fram hefur komið að þarlendir aðilar krefjast 3ja ára hjúskapar til að ættleiðing geti farið fram.
Á fundinum var lagt fram bréf frá hugsanlegum tengilið í Beirut í Líbanon þar sem hugsanlegt er að möguleiakr geti verið á ættleiðingu í framtíðinni og hafa 2 aðilar skrifað sig á þann lista að auki við hina 7 til Colombíu.
Ekkert hefur enn frést frá félögum Samhyggðar sem fóru í ferð til Chile og fleiri Suður-Ameríku landa og ekki búist við miklu frá þeim þar eð ekkert samband hefur verið haft.
Af bréfum sem send hafa verið til dæmis til Guatemala - Niguaragua - Peru ofl. hefur ekkert svar borist þó enn gæti eitthvað skeð úr þeim áttum, þó er helst að vænta svars frá Indlandi og reiknað með að einhver vitneskja þaðan geti borist sennilega innan 2ja vikna.
Ákveðið var að gefa út fréttabréf en bíða með útsendingu þess til frétta af Indlandi  og með því að skora á fólk að staðfesta skráningu sína á biðlista og gefa upp óskir um aldur og kyn þeirra barna sem það hyggur á að ættleiða og einnig er fóks sem skrifar til Colombíu beðið um að hafa samband við Guðbjörgu eða Maríu og láta vita um leið og eitthvað gerist svo hægt sé að samræma og forðast óþægindi.
Fram kom að rúmlega 40.000 kr. hafa safnast á bók til styrktar fólkinu sem fór án árangurs til Indónesíu í október s.l og er fét til ráðstöfunnar að þeirra ósk þegar vill.

Mættir voru:
Guðbjörg Alfreðsdóttir    formaður
Birgir Sigmundsson         gjaldkeri
Sigðurður Karlsson         ritari
Monika Blöndal               meðstj.
Elín Jakobsdóttir             varamaður

Ellen María Ólafsdóttir mætti sem áheyrnarfulltrúi.

Siguður Karlsson


Svæði