Fréttir

Stjórnarfundur 10.04.2008

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 10. apríl 2008, kl. 20:00
2. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2008
 
Mættir: Ingibjörg J, Ingibjörg B, Helgi, Freyja og Arnþrúður, Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.
 
Heimsókn frá Kína
CCAA hefur boðað komu 7 aðila frá CCAA og BLAS til ÍÆ í maí annað hvort 7. til 10. maí og 18. til 20. maí en dagsetningarnar eru ekki alveg komnar á hreint. Rætt um að hafa skipulag heimsóknarinnar svipaða og var þegar aðilar frá CCAA og BLAS komu fyrir tveimur árum síðan en sú heimsókn þótti takast nokkuð vel. Stjórn ÍÆ mun hitta þessa aðila á fundi en athuga þarf með fund fyrir þá með dómsmálaráðuneytinu. Einnig þarf að athuga hvort kínverska sendiráðið vill taka þátt í móttökunum og bjóða þessum aðilum heim til sín. Gert er ráð fyrir skoðunarferðum og ferð í Bláa lónið og boði með fjölskyldum sem hafa ættleitt börn frá Kína. 
 
EurAdopt fundur
Ingibjörg J. og Ingibjörg B. gerðu grein fyrir EurAdopt fundinum sem þær sóttu á Ítalíu dagana 2. til 5. apríl.  Aðildarfélög EurAdopt hafa sömu sögu að segja af ættleiðingum og ÍÆ þ.e. biðtími hefur lengst í ættleiðingarlöndunum og erfitt hefur verið að stofna til nýrra sambanda. Í sömu ferð ræddu þær við ráðherra ættleiðingarmála í Eþíópíu en ÍÆ hefur startað ferli við að sækja um löggildingu þar. Greinargerð um fundinn verður birt á vefsíðu félagsin.
 
Fjárhagsbeiðni til dómsmálaráðuneytis
Fjárhagsáætlun fyrir 2008 og 2009 lögð fyrir fundinn ásamt bréfi sem sent verður til dómsmálaráðuneytisins með beiðni um 10.000.000 kr. fjárframlag frá ráðuneytinu fyrir árið 2009 fyrir starfsemi félagsins. 
 
Kólumbía 
Ættleiðingaryfirvöld í Kólumbíu hafa sent bréf til allra aðila sem starfa við ættleiðingar í Kólumbíu varðandi hjálparstarfi. ÍÆ hefur ekki fengið þetta bréf, Guðrún beðin um að kalla eftir því hjá lögfræðingi ÍÆ í Kólumbíu. Æskilegt að fulltrúar ÍÆ heimsæki Kólumbíu á næstunni til að styrkja sambandið.
 
Ákveðið að stjórnarfundir verði framvegis síðasta fimmtudag í hverjum mánuð.
 
Fleira ekki rætt og fundi slitið.
 
Arnþrúður Karlsdóttir
Fundarritari

Svæði