Fréttir

Stjórnarfundur 10.05.2023

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 10. maí 2023 kl. 17:30. 

Mætt: Gylfi Már Ágústsson, Selma Hafsteinsdóttir, Sigríður Dhammika Haraldsdóttir, Sólveig Diljá Haraldsdóttir, Svandís Sigurðardóttir og Örn Haraldsson. 

Fjarverandi: Berglind Glóð Garðarsdóttir 

Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdastjóri þátt í fundinum.

Dagskrá stjórnarfundar 

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
  2. Skýrsla skrifstofu 
  3. DMR - tillögur að breytingum á þjónustusamningi 
  4. NAC - minnisblað 
  5. EurAdopt - minnisblað 
  6. Húsnæði félagsins - minnisblað 
  7. Tógó - minnisblað 
  8. Sri Lanka - minnisblað 
  9. Önnur mál 

1.Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt

2.Skýrsla skrifstofu
Minnisblað vegna skýrsla skrifstofu fyrir apríl rædd.

3.DMR – tillögur að breytingum á þjónustusamningi
Fundurinn með DMR ræddur og bréfið sem félagið sendi í framhaldinu rætt.

4.NAC-minnisblað
Framkvæmdastjóri er formaður NAC og Berglind Glóð fulltrúi ÍÆ í stjórn NAC. Lagt var fram minnisblað frá stjórnarfundi NAC 28.apríl og farið yfir helstu atriðin. Óvissa til staðar í mörgum löndum.

5.EurAdopt – minnisblað
Framkvæmdastjóri er fulltrúi ÍÆ í stjórn Euradopt og var haldin stjórnarfundur í Lúxemborg dagana 13.-15.apríl. Lagt var fram minnisblað þar sem farið var yfir helstu atriði stjórnarfundarins og þau rædd.

6.Húsnæði félagsins - minnisblað
Framkvæmdastjóri leggur fram minnisblað um breytingar á húsnæði félagsins. Stjórn samþykkti tillögum sem koma fram í minnisblaðinu.

7.Tógó - minnisblað
Framkvæmdastjóri leggur fram minnisblað vegna fundar sem skrifstofu ÍÆ átti við ættleiðingaryfirvöld í Tógó. Mikil áhugi á því að yfirvöld í Tógó ferðist til Íslands. Athuga þarf við DMR hvort hægt væri að verða við því.

8.Sri Lanka - minnisblað
Framkvæmdastjóri leggur fram minnisblað vegna Sri Lanka og tölvupósts sem barst frá DMR. Minnisblaðið rætt.

9.Önnur mál
a. Tékkland
Tölvupóstur barst frá UMPOD, ættleiðingaryfirvöldum í Tékklandi með vangaveltur um áframhaldandi samstarf Tékklands við Ísland. Búið að boða til fundar þriðjudaginn 30.maí.

b. Lönd í vinnslu
Rætt um stöðu mála á beiðni um skoðun á samstarfi við Dóminíska lýðveldið og Indland sem send var á DMR fyrir þónokkru síðan. Ekki komið á hreint hver staðan er.

Fundi lokið kl. 18:45
Næsti stjórnarfundur miðvikudaginn 14.júní kl. 17:30

 


Svæði