Fréttir

Stjórnarfundur 10.10.2018

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 10. október kl. 20:00  í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.  

Mætt: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Lísa Björg Lárusdóttir og Sigrún Eva Grétarsdóttir. Lára Guðmundsdóttirog Magali Mouytóku þátt meðfjarfundabúnaði.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri.

Dagskrá stjórnarfundar   

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar  
  2. Mánaðarskýrsla september 
  3. NAC Members Meeting 2018 - minnisblað 
  4. Nordic Meeting in Iceland 2019 
  5. Útgáfumál félagsins 
  6. Jólaball 
  7. Kínverska sendiráðið 
  8. Indverska sendiráðið
  9. Kólumbía 
  10. Önnur mál  

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar  
Samþykkt

2. Mánaðarskýrsla September
Rædd 

3. NAC Members Meeting 2018 – minnisblað
Farið yfir minnisblað vegna fyrsta Members Meeting sem NAC hefur haldið. Fundurinn gekk mjög vel og frá aðilarfélögunum. Fundargerð verður send á stjórn þegar hún berst.

4. Nordic Meeting in Iceland 2019 
Ákveðið hefur verið að Nordic ráðstefnan sem verður haldin á Íslandi á næsta ári verði dagana 19. – 21.september. Undirbúningsnefnd hefur hittist í byrjun vikunnar og mun hittast aftur 24. október til að setja saman drög að dagskrá. 

5. Útgáfumál félagsins 
Farið yfir minnisblað vegna útgáfumála, stofnaður hefur verið starfshópur sem Ingibjörg Valgeirsdóttir verður formaður í. Boðað skal til fundar á næstu vikum.

6. Jólaball 
Sama fyrirkomulag verður á jólaballi og í fyrra. Stjórn biður skrifstofu um að senda út dagsetningu sem fyrst til að félagsmenn utan af landi eigi tækifæri á að koma. Ræddar hugmyndir að gjöf til barna sem koma á jólaballið.

7. Kínverska sendiráðið
Framkvæmdarstjóri segir frá því að kínverska sendiráðið hafa áhuga á því að halda fjölskylduboð fyrir þær fjölskyldur sem ættleitt hafa frá Kína. Einnig hefur sendiherrafrú Kína óskað eftir fundi með formanni félagsins og starfsmönnum skrifstofu.

8. Indverska sendiráðið
Nýr sendiherra er komin í indverska sendiráðið.

9. Kólumbía
Klára þarf löggildingu og í framhaldi af því fara til Kólumbíu. Framkvæmdarstjóri sendir á stjórn lista yfir gögn sem skila þarf inn vegna löggildingar.

10.  Önnur mál
a. Stjórn ÍÆ á heimasíðu félagsins
Ákveðið að teknar verði myndir af öllum stjórnar og meiri upplýsingar um hvern stjórnarmann settar inn á heimasíðuna.

b. Mál frá nefnarsviði Alþingis – 13.mál til umsagnar
Formaður minnir á mál sem óskað er umsagnar fyrir eigi síðar en 31.október. Stjórnarmenn ætla að skoða málið og senda á framkvæmdarstjóra svar.

c. Framkvæmdarstjóri leggur fram drög að nýju viðkenningarskjali fyrir umsækjendur þar sem kemur fram hvaða fræðsla hefur verið sótt. Almenn ánægja með skjalið og mun skrifstofa klára það.

Fundi  lokið kl. 21:10

Fundur næst 14.nóvember kl. 20:00

 


Svæði