Fréttir

Stjórnarfundur 11.01.1984

Farið var yfir nokkrar hugmundi um haus á bréfsefni og ein valin og ákveðið að láta prenta hana og nota sem merki félagsins og bar hún með sér að heimilisfangi var breytt í Box 6, Brekkubyggð 40, Garðabæ.
Rædd voru bréf sem send hafa verið til ræðismanna Íslands erlendis og svör þau er borist hafa auk upplýsinga frá örðum félögum, svo sem í Noregi. Teknir voru fyrir möguleikar á samböndum í Mið- og Suður Ameríku og þá aðallega Colombíu sem gefur mestar vonir um árangur, en auk þess ákveðið að leggja aukna áherslu á önnur lönd svo sem Guatemala (þar sem hugsanlegir möguleikar geta verið á fleiri tengiliðum) Chile, og fleiri löndum þar í álfunni og einnig Indlandi og Sri Lanka. Möguleiki er einnig á að sambönd gætu komist á við Kína.
Farið var yfir biðlista og ákveðið að haft skyldi samband við 3 efstu aðila og þeim látnar í té adressur í Colombíu til að senda út bréf. 
Formaður hafði fyrir fundinn haft samband við félaga í Samhyggð sem vitað var að er á förum til Chile og var sá beðinn um að reyna að afla upplýsinga um ættleiðingarmál þar í landi og einnig fleiri löndum og var mjög fúslega tekið í það og svars hugsanlega að vænta fyrrihluta febrúar mánaðar. 
Lögð voru drög að bréfum sem senda skyldi til Noregs til tilrauna með að fá nánari upplýsingar um adressur og fleira sem vitað er að félag þar í landi hefur.

Mættir voru:
Guðbjörg Alfreðsdóttir fomaður
Birgir Sigmundsson      gjaldkeri
Sigurður Karlsson         ritari
Monika Blöndal            meðstjórnandi

Elín Jakobsdóttir varamaður tilkynnti forföll.

Sigurður Karlsson.


Svæði