Stjórnarfundur 11.01.2011
Stjórnarfundur 11. janúar 2011
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 11. janúar 2011 kl. 17.15
1. fundur stjórnar
Mættir:
Ágúst Hlynur Guðmundsson
Elín Henriksen
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir
Hörður Svavarsson
Pálmi Finnbogason
Karl Steinar Valsson
Vigdís Ósk Sveinsdóttir
Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.
Mál á dagskrá:
1. Skýrsla um ættleiðingarlöggjöf og framkvæmd ættleiðingarmála á Íslandi
2. Framlag félagsmanna til þróunar á starfsemi félagsins
3. Skrifstofa félagsins
4. Verkefnalisti stjórnar
5. Önnur mál
1. Skýrsla um ættleiðingarlöggjöf og framkvæmd ættleiðingarmála á Íslandi
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar fagnar útkomu skýrslu um ættleiðingar á Íslandi sem unnin var af Hrefnu Friðriksdóttur og Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni fyrir dómsmála- og mannréttindaráðuneytið. Skýrslan þykir einkar vel unnin og er margt þar að finna í henni sem félagið hefur barist fyrir síðastliðin tvö ár. Tillaga lögð fram að haldinn verði opinn fundur með félagsmönnum þar sem farið verður yfir valda kafla úr skýrslunni.
2. Framlag félagsmanna til þróunar á starfsemi félagsins
Umræða tekin um erindi sem barst frá félagsmanni.
3. Skrifstofa félagsins
Rætt um rekstur og farið yfir starfshætti starfsmanna skrifstofu. Umræða tekin um reglulegar skýrslur framkvæmdastjóra og fjármagn félagsins.
4. Verkefnalisti stjórnar
Ákveðið að taka fyrir verkefnalistann á næsta stjórnarfundi þar sem hann verður þá lagður fram uppfærður.
5. Önnur mál
Framkvæmdastjóri upplýstir stjórn um að núna liggja fyrir upplýsingar um tvö börn frá Kína. Þá séu umsóknir farnar að berast frá einhleypum.
Rætt um styrkjamál félagsins. Tillaga um að leita atbeina ráðuneytisins og/eða ríkisendurskoðunar varðandi þau mál.
Umræða innan stjórnar um Makedóníu þar sem fram kemur m.a. að Svíþjóð sé enn sem komið er eina landið í Skandinavíu sem ættleiðir frá Makedóníu. Starfsmenn skrifstofu ÍÆ hafa þegar sett sig í samband við tengilið í Svíþjóð til að öðlast frekari upplýsingar um fyrirkomulag ættleiðinga þaðan.
Fundi slitið kl. 18.30
Vigdís Ó. Sveinsdóttir fundarritari