Stjórnarfundur 11.03.2014
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 11. mars 2014 kl. 20:00
Mættir:
Anna Katrín Eiríksdóttir
Ágúst Hlynur Guðmundsson
Elín Henriksen
Elísabet Hrund Salvarsdóttir
Hörður Svavarsson
Sigrún María Kristinsdóttir
Einnig sat Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri félagsins fundinn.
Dagskrá:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Mánaðarskýrsla febrúar
3. Ársreikningur 2013
4. Aðalfundur 2014
5. Afgreiðsla mála hjá sýslumanni
6. Önnur mál
1. Fundargerð seinasta fundar
Fundargerð stjórnarfundar 25. febrúar sem lögð var fram i tölvupósti 26. febrúar var samþykkt.
2. Mánaðarskýrsla febrúar
Frestað.
3. Ársreikningur 2013
Lagður fram og ræddur. Formaður sagði frá fundi sínum með löggiltum endurskoðanda félagsins og greindi frá ábendingum endurskoðandans til stjórnarinnar.
4. Aðalfundur 2014
Aðalfundi 2014, sem boðaður var 4. mars, var frestað vegna ábendingar til stjórnar um að fundurinn væri ekki vel kynntur og lítið auglýstur. Aðalfundur var boðaður á vef og í tölvupósti í kjölfarið þann 3. mars og verður hann haldinn þann 25. mars í húsi Tækniskólans.
5. Afgreiðsla mála hjá sýslumanni
Framkvæmdastjóri leggur fram bréf frá ÍÆ dags. 14.01.2014, til Sýslumannsins í Reykjavík með fyrirspurn um málsmeðferðarhraða og svarbréf sýslumanns dags. 4. mars 2014.
Formaður leggur fram tölur um málsmeðferðarhraða unnar úr mánaðarskýrslum framkvæmdastjóra.
Ljóst er að málsmeðferðartími er of langur hjá sýslumanni og hefur lengst síðan leyfisveitingar vegna ættleiðinga voru í umsjón sýslumannsins í Búðardal.
Á seinasta ári tók það sýslumann að jafnaði 60,3 daga að senda beiðni um úttekt til barnaverndar eftir að hann tók við umsóknargögnum frá ÍÆ. Sá tími er allt of langur og lengri en sýslumaður telur eðlilegt samkvæmt bréfi sínu dags. 4. mars 2014.
Í hópi umsækjenda á seinasta ári eru tveir einfarar, þ.e. tími sem tekur að senda beiðni vegna þeirra er afgerandi frábrugðinn (25 dagar og 147 d.) ef þeir eru teknir til hliðar við útreikning á meðaltali tekur þessi afgreiðsla samt rúma 55,2 daga að jafnaði sem er líka allt of langur tími.
Samkvæmt bréfi sýslumanns eru engin áform um að gera breytingar á málsmeðferðarhraða aðrar en þær að veita barnaverndarnefndum lengri frest til að vinna sínar úttektir.
Ákveðið að formaður og framkvæmdastjóri setji saman tilkynningu til IRR um óviðunandi tafir á afgreiðslu ættleiðingarumsókna hjá sýslumanninum í Reykjavík.
6. Önnur mál
- Íhlutun í milligönguhlutverk ættleiðingarfélagsins
Rætt um vísbendingar um bein samskipti umsækjenda um ættleiðingu við yfirvöld í upprunaríki. Framkvæmdastjóra falið að tilkynna málið til IRR. - Fundur með þingmanni
Framkvæmdastjóri og formaður greindu frá fundi með þingkonu Framsóknarflokksins í dag en á Alþingi er áhugi fyrir sérstakri umræðu um ættleiðingar á þinginu fljótlega. - Euradopt
Anna Katrín ræðir um tölfræðiskýrslu sem ber að skila Euradopt strax en hún verður hluti af heildarskýrslu Euradopt sem lögð verður fram á ársfundi samtakanna. - Áætlun um samninga við ný upprunaríki
Rætt um áætlun um hvernig afla á samninga við ný ríki og þær forsendur sem þurfa að vera til staðar. Á seinustu dögum hefur borist mikið magn af umbeðnum upplýsingum frá IRR úr alþjóðlegum gagnagrunni sem ríkið hefur aðgang að.
Fundargerð ritaði Hörður
Fundi slitið kl: 22:10