Stjórnarfundur 11.04.2018
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 11.apríl kl. 20:00 á Hilton Nordica.
Fundinn sátu: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir og Lísa Björg Lárussdóttir. Lára Guðmundsdóttir og Sigrún Eva Grétarsdóttir tóku þátt með fjarfundabúnaði.
Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Mánaðarskýrsla mars
- Málþing og námskeið í mars
- Euradopt
- Heimsókn til Dómíníska lýðveldisins
- Stefnumótun félagsins
- Önnur mál
- Fundargerð síðasta fundar.
Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt. - Mánaðarskýrsla febrúar
Rædd. - Málþing og námskeið í mars
Félagið stóð fyrir mjög áhugaverðu málþingi og námskeiði í kjölfar þess. Vel skipulagt og stjórnarmenn ánægðir með viðtökurnar. Góð viðbrögð hafa komið vegna námskeiðsins sem Sarah Naish kenndi á laugardeginum, hefðu mátt koma fleiri félagsmenn. - EurAdopt
Rætt um væntanlega ráðstefnu EurAdopt í Mílanó Ítalinu í lok maí. Áhugaverð dagskrá með áherslu á breytt umhverfi í ættleiðingarmálum. - Heimsókn til Dóminíkanska lýðveldisins
Framkvæmdarstjóri fer yfir ferð sína til Dóminíkanska lýðveldisins, hann mun útbúa minnisblað og senda á stjórnina en lagt til að halda áfram með frekari undirbúningsvinnu vegna hugsanlegs samstarfs. - Stefnumótun félagsins
Ákveðið að fara í stefnumótunarvinnu fyrir félagið, enda þörf á því vegna vinnu við nýjan þjónustusamning og hugsanlega breytingu á gjaldskrá. - Önnur mál
7.1. Ósk um fund frá formanni Félags fósturforeldra
Formaður Félags fósturforeldra sendi tölvupóst á formann ÍÆ og óskaði eftir fundi. Því var vel tekið og er beðið eftir að finna fundartíma.
Fundi lokið kl. 21:45
Næsti fundur 9.maí kl. 20:00