Stjórnarfundur 11.08.2015
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 11. ágúst 2015, kl. 20:00.
Fundinn sátu: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Sigrún María Kristinsdóttir, Ágúst Hlynur Guðmundsson, Hörður Svavarsson, Elín Henriksen og Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir.
Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri sat fundinn.
Fundargerð ritaði: Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir.
Dagskrá:
1. Fundargerð.
Fundargerð stjórnar gerð á stjórnarfundi dags. 30. júní 2015.
Niðurstaða fundar: Samþykkt.
2. Mánaðarskýrslur.
Mánaðarskýrslur framkvæmdastjóra.
Niðurstaða fundar: Stjórn lýsti yfir óánægju um að mánaðarskýrslur vegna starfsemi skrifstofu væru ekki að berast.
3. Húsnæðismál.
Formaður leggur fram yfirlit um viðræður við Reykjavíkurborg um leigu á húsnæði fyrir starfsemi félagsins. Viðræður hafa staðið síðan 2012 og í júlí 2013 samþykkti borgarráð að leigja Íslenskri ættleiðingu húsið Bjarkarhlíð við Bústaðarveg en embættismenn borgarinnar hafa ekki gengið frá nauðsynlegum gögnum vegna leigusamnings.
Þann 8. júlí funduðu Hörður Savavarsson og Vigdís Ósk Hasler stjórnarmenn ÍÆ með borgarstjóra og lögðu fram tillögur félagsins til að klára þetta mál. Borgarstjóri lofaði niðurstöðu borgarinnar seinnihluta vikunnar þar á eftir. Í dag segir borgin málið í ferli.
Lagt er til að húsnæðisnefnd félagsins hefji skoðun á öðrum húsnæðiskostum fyrir starfsemi félagsins. Húsnæðisaðstaða háir orðið verilega starfi með börnum sem nýlega hafa verið ættleidd til landsins og mikilvægt að hefja undirbúningsvinnu við að skoða aðra húsnæðiskosti því ekki er hægt að reiða sig á að embættismenn Reykjavíkurborgar nái nokurntíma að ljúka sinni vinnu í þessu máli.
Niðurstaða fundar: Samþykkt.
4. Félagsstarf.
Ræddar hugmyndir um námskeið og annað félagsstarf í vetur.
Niðurstaða fundar: Stjórn ákveður að efla félagsstarf innan Íslenskrar ættleiðingar. Félagsstarf verður fært úr höndum skemmtinefndar inn á skrifstofu. Fundarstjóra falið að koma með hugmyndir að dagskrá fyrir næsta fund.
5. Önnur mál.
- Rætt um fyrirhugaðan fund með innanríkisráðuneytinu og velferðarráðuneytinu.
- Talsvert af börnum sem hafa verið ættleidd hingað til lands í sumar. Í heildina eru þá komin 13 börn heim á árinu.
- Lagðar fram nýjar leiðbeiningar frá Indlandi sem tóku gildi 2. ágúst sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21.