Fréttir

Stjórnarfundur 11.10.2006

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 11. október 2006, kl. 20:00
9. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2006

Mættir: Ingibjörg J., Ingibjörg B., Arnþrúður, Karl Steinar og og Pálmi. Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.

Fundarstaður: Húsnæði ÍÆ, Ármúla 36, Reykjavík

1. Starfsmannamál
Auglýsing vegna ráðningar félagsráðgjafa lögð fyrir. Auglýst verður um helgina og helgina þar á eftir í Morgunblaðinu, sent inn til félags félagsráðgjafa og á isadopt.is. Umsóknarfrestur verður fram til 1. nóvember. Ingibjörg J. mun svara fyrirspurnum.

2. Fjárlög
Búið er að afgreiða tillögu að fjárlögum og fær ÍÆ sömu upphæði og í fyrra. Það er ljóst að það kemur ekki til með að duga fyrir rekstrarkostnaði næsta árs og að auki fyrir þeim kostnaði sem félagið hefur lagt í og mun leggja í vegna námskeiðis fyrir væntanlega kjörforeldra. Samkvæmt reglugerð frá dómsmálaráðuneytinu þá verður félagið að halda slík námskeið fyrir þá sem eru að ættleiða í fyrsta skiptið því staðfesting á þátttöku í námskeiðinu er grundvöllur fyrir útgáfu á forsamþykki. Setja þarf upp kostnaðaráætlun við stofnkostnað námskeiðanna þ.e. þjálfun á nýjum leiðbeinendum, útgáfu á fræðsluritunum og heimsóknir Lene Kamm að minnstakosti einu sinni á ári, En hún hefur leitt námskeiðin en þau byggja á áratug reynslu hennar og þekkingu á þessum málum. Ingibjörg J. ætlar að setja upp bréf til dómsmálaráðuneytisins þar sem sótt verður um aukafjárveitingu vegna námskeiðanna.

3. Hækkun gjalda
Gjöldin hafa ekki hækkað frá því 15. mars 2002. Búið er að reikna upp hækkun á gjöldunum miðað við hækkun á verðlags Hækkunin tekur gildi 1. nóvember n.k. og fylgir síðan hækkun vísitölu neysluverðs 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Gert er ráð fyrir að bætt verði við nýrri milligreiðslu sem á að greiðast þegar umsókn er send út til ættleiðingarlands en á móti lækkar lokagreiðslan. Þeir sem koma nýjir inn á biðlista fá fulla hækkun. Þeir sem eiga eftir að fá upplýsingar um börn á þessu ári greiða 50% af hækkuninni, þeir sem fá upplýsingar um börn 2007 greiða 75% af hækkuninni. Aðrir greiða fulla hækkun. Gjöld fyrir námskeið fyrir væntanlega kjörforeldra eru ekki að standa undir kostnaði við námskeiðin fyrir þátttakendur þ.e. gisting, matur, aðstaða og laun leiðbeinenda. Námskeiðisgjöld verða hækkuð frá og með næstu áramótum í 55 þúsund til að standa undir kostnaði.

4. Special need children
Tillaga af ferli fyrir SNC lögð fyrir fundinn og hún samþykkt. Sett verður inn tilkynning á vefinn um að þetta samband sé komið á við CCAA og kynna þetta ferli stuttlega og telja upp sérþarfirnar. Setja inn linka á vefsíður með upplýsingum um sjúkdómana og fatlanirnar. 

5. Styrktarnefndin 
Vinnu í styrktarnefndinni miðar vel og er nú á lokastigi.

6. Heimsókn Lene
Lene Kamm kemur 1. til 4. nóvember og vinnur með leiðbeinendum námskeiðisins og þjálfar upp nýja leiðbeinendur

7. Önnur mál

a) Útgáfa á blaði ÍÆ. Næst vonandi að koma því út í lok nóvember.

b) Nýjar reglur um sakavottorð. Bréf frá dómsmálaráðuneytinu þar sem ÍÆ er beðið um að kynna fyrir væntanlegum foreldrum að það sakavottorð sem dómsmálaráðuneytið aflar sér vegna forsamþykkis er ítarlegra en þau sakavottorð sem viðkomandi getur fengið um sjálfan sig. Á þessum vottorðum kemur m.a. fram brot sem eru fyrnd (5 ára fyrning) Þessi vottorð verða framvegis send út með umsóknum.

c) Breyttar aðstæður. Bréf frá dómsmálaráðuneytinu varðandi það þegar að aðstæður væntanlegra foreldra breytast eftir útgáfu á forsamþykki. Meiriháttar breytingar á högum umsækjenda geta orðið til þess að dómsmálaráðuneytið afturkalli forsamþykki. ÍÆ verður að láta dómsmálaráðuneytið vita ef félagið verður þess áskynja að verulegar breytingar hafi orðið á högum umsækjenda.

d) Málþing 25. nóvember. Dagskrá málþingsins að mótast. Innlegg frá formanni ÍÆ, talmeinafræðingi, lækni, sálfræðingi og kjörmóður og dóttur hennar.

e) BA rannsókn. BA ritgerð þar sem félagsmenn tóku þátt rannsókninni í sumar, “Hvernig farnast ættleiddum börnum erlendis frá á Íslandi” er lokið. Tæplega 50 % svörun var frá félagsmönnum. Niðurstöður verða birtar á vefsíðunni fljótlega.

f) Fræðslurit. Næstu 2 fræðslurit tilbúin til prentunar, Fjölskyldur með bæði kjörbörn og kynbörn og Kjörbörn og skólinn.

g) Vefsíða. Arnþrúður og Kristjana hafa farið yfir það efni sem er inni á vefsíðunni. Ætlunin er að fara markvisst í það að yfirfara allan texta og uppsetningu á efni. Arnþrúður ætlar að hitta vefarann og fara yfir möguleika á að “poppa” hana aðeins upp.


Næsti fundur ákveðinn 30. október. Fleira ekki rætt og fundi slitið.

Arnþrúður Karlsdóttir 
Fundarritari


Svæði