Fréttir

Stjórnarfundur 11.12.2024

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar  

11. desember 2024 kl. 17.00 

Mættar: Kristín Ósk Wium, Sigríður Dhammika Haraldsdóttir, Helga Pálmadóttir og Selma Hafsteinsdóttir. Sólveig Diljá Haraldsdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. 

Ásta Sól Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri og Thelma Rún Runólfsdóttir sérfræðingur tóku einnig þátt í fundinum.  

  1. Fundargerð frá stjórnarfundi 6. nóvember samþykkt. 

  1. Stuðningur við fjölskyldur 

Rætt var um hvernig hægt væri að styðja betur við foreldra og börn þeirra en slík umræða hefur borið á góma meðal félagsmanna. Í þessu samhengi var rætt hvort eðlilegt væri að ÍÆ fengi afrit af eftirfylgniskýrslum sem nú eru komnar yfir til Sýslumanns. Þetta verður rætt betur á nýju ári, m.a. í samhengi við fræðsluáætlun, farsældarverkefnið og nýtt verklag.  

  1. Starfs- og fræðsluáætlun 

Umræður voru um starfs- og fræðsluáætlun fyrir árið 2025 en drög að dagskrá verða ákveðin á næsta fundi. Stjórnin hefur hug á að efla fræðslu- og félagsstarf enda bendir allt til að þörf sé fyrir slíkt, hvort sem er fyrir fjölskyldur eða uppkomna ættleidda. Í því samhengi var rætt um að stofna fræðslusjóð. Einnig telur stjórn nauðsynlegt að gera félagið sýnilegra, m.a. á samfélagsmiðlum.  

  1. Stjórnarmeðlimir 

Samþykkt var að miða við 90% mætingu stjórnarmeðlima á stjórnarfundi og að formaður skuli mæta á alla fundi hérlendis og erlendis nema um neyðartilfelli sé að ræða. Stjórnarmenn undirrituðu siðareglur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar en gleymst hafði að ganga frá því fyrr á árinu.  

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 18.30 

Elísabetu Salvarsdóttur fv. framkvæmdastjóra var boðið á jólagleði eftir fund þar sem boðið var upp á pítsu og heimagerða köku.  

Næsti fundur verður 7. janúar 2025 nk. og aukafundur þegar svar kemur frá DMR varðandi þjónustusamning 2025. 


Svæði