Fréttir

Stjórnarfundur 12.03.2020

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 12.mars  kl. 20:30 í gegnum fjarfundarbúnað 

Mætt: Ari Þór Guðmannsson, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Lísa Björg Lárusdóttir, Magali Mouy, Sigrún Eva Grétarsdóttir og  Sigurður Halldór. 

Einnig tók Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri þátt í fundinum.                   

Dagskrá stjórnarfundar  

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar   
  2. Mánaðarskýrsla janúar og febrúar
  3. Aðalfundur ÍÆ
  4. Ársreikningur 2019
  5. NAC
  6. Fræðsla 
  7. Önnur mál  

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
Fundargerð samþykkt.

2. Mánaðarskýrsla janúar og febrúar
Skoðuð uppsetning á Aski – mikil grunn vinna, nýr gagnagrunnur án persónugreinanlegra upplýsinga.

3. Aðalfundur ÍÆ
Fyrirhuguðum aðalfundi 19.mars frestað til fimmtudagsins 16.apríl vegna ástandsins í þjóðfélaginu vegna Covid-19.

4. Ársreikningur 2019
Farið lítillega yfir ársreikning, formaður sendir frekari útskýringar á einstökum liðum.

5. NAC
Farið yfir breytingar innan NAC og sagt frá síðasta fjarfundi stjórnar NAC. 

6. Fræðsla 
Liðnum frestað

7. Önnur mál

Fundi lokið 21:35

Næsti fundur mánudaginn 6.apríl  kl. 20:30


Svæði