Fréttir

Stjórnarfundur 12.04.2016

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 12. apríl 2016, kl. 20:00 

Árið 2016, þriðjudaginn 12. apríl kl. 20:00 kom stjórn Íslenskrar ættleiðingar saman á fundi í Skipholti 50b. Fundinn sátu Ágúst Hlynur Guðmundsson, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Dagný Rut Haraldsdóttir og Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir.

Enn fremur sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri félagsins.  

Þetta var tekið fyrir: 

1. Fundargerð frá stjórnarfundi 15. mars 2016
Fundargerð stjórnar frá stjórnarfundi dags. 15. mars sl., samþykkt.

2. Mánaðarskýrslur framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri fer yfir mánuðina janúar og febrúar og lykiltölur fyrir mars mánuð þessa árs.

3. Drög að fjárhagsáætlun 2016
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun.
Viðauki verður gerður við fjárhagsáætlun þar sem fram kemur að ekki sé gert ráð fyrir læknisþjónustu.

4. Drög að starfsáætlun 2016
Farið yfir starfsáætlun og hún samþykkt. 

5. Málefni Tógó
Bréf barst frá innanríkisráðuneytinu um málefni Tógó. Rætt. 
Stjórn samþykkir að bjóða til landsins í samstarfi við danska miðstjórnvaldið, sendinefnd frá Tógó. Framkvæmdastjóra falið að leggja fram drög að dagskrá og kostnaðaráætlun á næsta stjórnafundi.

6. Undirbúningur fyrir NAC og EurAdopt fundi/ráðstefnu
Ræddur var undirbúningur fyrir fundi og ráðstefnu.

7. Vinnuhópur ráðuneytisins um endurskoðun ættleiðingarreglugerðar
Kynning á vinnu starfshópsins.

8. Önnur mál
Tékkland
Framkvæmdastjóri hefur samband við Tékkland og mun í framhaldinu óska eftir samtali við IRR um ferðatilhögun og dagsetningar. Framkvæmdastjóri kostnaðaráætlun fyrir næsta stjórnarfund. 

Handbók starfsfólks og stjórnar
Umræður um vinnulag við vöktun SN lista. 

Ekki fleira gert. Fundi slitið kl. 22:15.


Svæði