Fréttir

Stjórnarfundur 12.06.2012

Stjórnarfundur 12. júní 2012

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 20:00

Mættir:
Anna Kristín Eiríksdóttir
Árni Sigurgeirsson
Hörður Svavarsson
Vigdís Ó. Sveinsdóttir

Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri skrifstofu og Ragnheiður Davíðsdóttir starfsmaður skrifstofu sátu einnig fundinn.

Mál á dagskrá:
1. Fundargerð seinasta fundar.
2. Ættleiðingar frá Kólumbíu.
3. Fundur með ráðherra.
4. Úrsögn úr stjórn.
5. Drög að breyttri fjárhagsáætlun.
6. Önnur mál.

1. Fundargerð seinasta fundar.
Fundargerð samþykkt.

2. Ættleiðingar frá Kólumbíu.
Fylgiskjal lagt fram og rætt. Ákveðið að vera í nánu sambandi við íslenska miðstjórnvaldið og ítreka ósk um að sent verði erindi til kólumbískra ættleiðingaryfirvalda.

3. Fundur með ráðherra.
Fylgiskjal, minnispunktar frá framkvæmdastjóra og formanni lagðir fram og næstu skref ákveðin og rædd.

4. Úrsögn úr stjórn
Lagt fram erindi frá Jóni Gunnari með úrsögn úr stjórn félagins. Stjórn ÍÆ þakkar Jóni Gunnari fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

5. Drög að breyttri fjárhagsáætlun.
Drög að breyttri fjárhagsáætlun lögð fram. Hugmyndir voru ræddar og framkvæmdastjóra og formanni falið að þróa þær áfram og setja í framkvæmd það sem þarf að vinna að strax.

6. Önnur mál.
- Framkvæmdastjóri kynnti fyrirkomulag á fræðslu hjá félaginu.
- Rætt var um næsta fundartíma sem ákveðinn var 5. júlí.


Fundi slitið kl. 21:15.
Fundargerð ritaði: Ragnheiður


Svæði