Stjórnarfundur 12.09.2024
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar
12. september 2024 kl. 17.30
Mættar: Helga Pálmadóttir, Selma Hafsteinsdóttir og Sigríður Dhammika Haraldsdóttir sem sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Ásta Sól Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri tók einnig þátt í fundinum.
Fjarverandi: Sólveig Diljá Haraldsdóttir. Kristín Ósk Wium forfallaðist á síðustu stundu.
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt frá 21. ágúst.
2. Þjónustusamningur við dómsmálaráðuneytið
Nýr framkvæmdastjóri og fráfarandi framkvæmdastjóri áttu fund með DMR til að kynna nýjan framkvæmdastjóra og ræða málefnin framundan, m.a. þjónustusamning sem stjórnin hefur samþykkt að taka þátt í viðræðum með. Beðið er eftir tillögu frá ráðuneytinu.
3. Heimsókn ættleiðingaryfirvalda í Tógó til Íslands
Sendinefndin (formaður og ritari), lendir miðvikudaginn 25. september ásamt Marion verkefnisstjóra/túlki og stendur heimsóknin yfir í fjóra daga. Fundað verður með DMR og stefnt er á heimsókn í skóla, landkynningu (t.d. Hvammsvík) og fjölskylduskemmtun fyrir ættleidd börn frá Tógó og fjölskyldur þeirra. Ákveðið var að hafa kvöldverð með stjórn fimmtudaginn 26. september.
Stjórnin finnur föt fyrir fólkið sem á engan vetrarfatnað.
4. Upplýsingar frá NAC fundi
Sigríður varaformaður upplýsir stjórn um fréttir af síðasta NAC fundi en eitt af tveimur félögum í Svíþjóð ákvað að loka fyrir allar ættleiðingar.
5. Sálfræðiþjónusta fyrir uppkomna ættleidda
Sigríður varaformaður ræddi um hvaða upplýsingar fólk fær sem þarf viðtal. Hún ætlar sjálf að panta viðtal og upplýsa stjórn um hvernig allt gengur fyrir sig.
6. Farsæld barna – fundur í mennta- og barnamálaráðuneyti
Góð mæting var frá fjölbreyttum aðilum. Elísabet fráfarandi framkvæmdastjóri fór yfir ferlið þegar börn eru ættleidd til landsins.
7. Eldhúsinnrétting á skrifstofu
Samþykkt var að drífa í því að kaupa innréttingu og setja upp vask á skrifstofunni.
8. Jólaball og aðrir viðburðir
Jólaballið verður 8. desember og hefur Elísabet bókað jólasveina. Eftir á að bóka salinn í Laugarneskirkju.
9. Önnur mál
Rætt var um að ÍÆ taki aftur þátt í Hlaupastyrk Reykjavíkurmaraþonsins 2025. Einnig nokkrar hugmyndir um hvernig er hægt að auka sýnileika félagsins, mögulega fyrirlestra, 50 ára afmæli félagsins eftir þrjú ár og fleira.
Fundi slitið kl. 19:00
Næsti stjórnarfundur óákveðinn.