Stjórnarfundur 12.12.2018
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 12.desember kl. 20:00 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.
Mætt: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Lísa Björg Lárusdóttir og Sigrún Eva Grétarsdóttir. Lára Guðmundsdóttir og Sigurður Halldór Jessontóku þátt með fjarfundabúnaði.
Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Mánaðarskýrsla nóvember
- Samráðsfundur ÍÆ, DMR og Sýslumanns - minnisblað
- Samráðsfundur ÍÆ og DMR - minnisblað
- Gjaldskrá félagsins
- Fjárshagsáætlun 2019
- Fræðslumál ÍÆ
- Breytingar á samþykktum félagsins
- Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Samþykkt.
2. Mánaðarskýrsla nóvember
Rædd
3. Samráðsfundur ÍÆ, DMR og Sýslumanns – minnisblað
Farið yfir minnisblað vegna fundar 4. desember.
4. Samráðsfundur ÍÆ og DMR – minnisblað
Farið yfir minnisblað vegna fundar 5.desember
5. Gjaldskrá félagsins
Rætt og lagt til að kostnaðargreining ásamt upplýsingum um kostnað verði send á ráðuneytið. Lára, fulltrúi gjaldskrárhóps, er að vinna samanburð á gjaldskrám milli landa sem kynntur verður á nýju ári.
6. Fjárshagsáætlun 2019
Drög að fjárhagsáætlun verða send stjórnarmönnum til samþykktar. Fjárhagsáætlun 2019 samþykkt af stjórn með rafrænum hætti.
7. Fræðslumál ÍÆ
Formaður segir frá pósti sem hún fékk frá Rut félagsráðgjafa IÆ vegna fræðslumála félagsins. Það gleymdist að setja inn minnisblað og verður það sent á stjórn og framkvæmdarstjóra á morgun, 13.desember.
8. Breytingar á samþykktum félagsins
Engar tillögur lagðar fram um breytingar á samþykktum félagsins.
9. Önnur mál
a. Bréf frá þáttakenda á námskeiðinu „ Er ættleiðing fyrir mig ?
Rætt um bréf sem framkvæmdastjóri sendi á stjórn, áhugavert í tengslum við fyrirhugaða vinnu vegna uppbyggingar á námskeiðinu.
b. Leyfi formanns
Formaður mun taka sér frí næstu mánuði vegna barnauppeldis og tekur varaformaðurinn Ingibjörg Valgersdóttir við flestum verkefnum hennar. Stjórn og starfsmenn ÍÆ óska formanni til hamingju með nýtt barn.
c. Jólaboð
Formaður bauð stjórnarmönnum og starfsmönnum skrifstofu í jólaboð heim til sín, boðið heppnaðist vel og vil stjórn þakka fyrir góðar móttökur.
c. Jólaball
Jólaball haldið sunnudaginn 9.desember, það heppnaðist mjög vel.
Fundi lokið kl. 21:40
Lagt til að halda næsta fund miðvikudaginn 16.janúar, gerð verður könnun hvaða tími hentar stjórnarmönnum.