Fréttir

Stjórnarfundur 12.3.2024

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 12.mars kl. 17:30.  

Mætt: Berglind Glóð Garðarsdóttir, Selma Hafsteinsdóttir, Sigríður Dhammika Haraldsdóttir, Sólveig Diljá Haraldsdóttir og Svandís Sigurðardóttir.   

Fjarverandi: Gylfi Már Ágústsson og Örn Haraldsson. 

Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdastjóri þátt í fundinum. 

Dagskrá stjórnarfundar

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
2. Skýrsla skrifstofu 
3. Fundur með DMR
4. Staða ættleiðingarmála í Noregi og Danmörku
5. Kólumbíu
6. Aðalfundur ÍÆ 2024 
7. Ársreikningur 2023
8. Breytingar á skrifstofu ÍÆ
9. Önnur mál

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
Fundargerð samþykkt. 

2. Skýrsla skrifstofu 
Framkvæmdastjóri fer yfir skýrslu skrifstofu. Mikið af viðtölum og fræðslu. Farið yfir stöðuna í samstarfslöndunum. Sagt frá fræðslu með David Asplund sem var 15.febrúar í gegnum fjarfundarbúnað. Fimleikafjör í byrjun apríl.   

3. Fundur með DMR 
Framkvæmdastjóri og formaður fóru á fund með dómsmálaráðuneytinu í byrjun mánaðar og var farið yfir þá stöðu sem er í ættleiðingarmálaflokknum á hinum Norðurlöndunum og stöðunni á Íslandi.

4. Staða ættleiðingarmála í Noregi og Danmörku 
Framkvæmdastjóri fer yfir minnisblað sem uppfært hefur verið frá síðasta fundi. Mikil óvissa í gangi á Norðurlöndunum en á mismunandi hátt.    

5. Kólumbía 
Rætt um stöðuna í Kólumbíu en nú er það eina landið sem hægt er að senda nýjar umsóknir til. Lögfræðingur félagsins í Kólumbíu hvetur félagið til að sækja um löggildingu hjá ICBF, ættleiðingaryfirvöldum þar.  Skrifstofa og stjórn byrja undirbúning á umsókn um löggildinguna.  

6. Aðalfundur ÍÆ 2024 
Allt klárt fyrir aðalfund. Nú verða þær breytingar á stjórn félagsins að ekki þarf að hafa 7 stjórnarmenn heldur 5 stjórnarmenn.   

7. Ársreikningur ÍÆ 2024 
Ársreikningur tilbúin og fer framkvæmdastjóri yfir hann lauslega en hann hafði áður verið sendur á stjórnarmenn til yfirlestrar í formi ársskýrslu. Þeir stjórnarmenn sem voru á fundinum skrifuðu undir ársskýrsluna.   

8. Breytingar á skrifstofu ÍÆ 
Framkvæmdastjóri tilkynnir stjórn að hún hafi send formanni uppsagnarbréf sitt. Ný stjórn mun því þurfa að fara í ráðningarferli þegar hún kemur saman eftir aðalfund félagsins 20.mars.  

10. Önnur mál 
a. Farsæld ættleiddra barna 
Framkvæmdastjóri segir frá stöðunni á vinnu vegna samnings ÍÆ við mennta- og barnamálaráðuneytið. Verið að funda með ýmsum aðilum til að tryggja að skilningur sé til staðar en verklagið er að mestu klárt. 

 Fundi lokið kl. 19:20


Svæði