Fréttir

Stjórnarfundur 12.6.2024

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 12.júní kl. 17:30.   

Mætt: Helga Pálmadóttir, Kristín Ósk Wium, Selma Hafsteinsdóttir og Sigríður Dhammika Haraldsdóttir.    

Tók þátt í gegnum fjarfundarbúnað: Sólveig Diljá Haraldsdóttir.     

Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdastjóri þátt í fundinum.  

Dagskrá stjórnarfundar

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
2. Skýrsla skrifstofu
3. DMR
4. NAC / EurAdopt
5. Farsæld ættleiddra barna - minnisblað og umræða
6. Nýr framkvæmdastjóri
7. Grill í ágúst - kynning á nýjum framkvæmdastjóra
8. Lokauppgjör starfandi framkvæmdastjóra og verktakasamningur ÍÆ
9. Breyting á launum uppeldis- og menntunarfræðings - minnisblað
10. Önnur mál

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar  
Fundargerð samþykkt.   

2. Skýrsla skrifstofu  
Framkvæmdastjóri fer yfir skýrslu skrifstofu.    

3. DMR 
Rætt um væntanlegan fund með DMR sem starfandi framkvæmdastjóri og formaður fara á 20.júní.    

4. NAC / EurAdopt 
Rætt um verkefni hjá NAC og EurAdopt.  

5. Farsæld ættleiddra barna – minnisblað og umræða 
Framkvæmdastjóri fer yfir minnisblað sem lagt hafði verið fyrir stjórn og rætt um næstu skref til að tryggja farsæld ættleiddra barna. Tekur lengri tími en félagið hefði viljað. Fundur verður með Bofs, Barna- og fjölskyldustofu og MRN, Mennta- og barnamálaráðuneytinu 28.júní sem framkvæmdastjóri, Rut félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur ÍÆ og Thelma uppeldis- og menntunarfræðingur ÍÆ fara á.    

6. Nýr framkvæmdastjóri 
Ásta Sól nýr framkvæmdastjóri mun hefja formlega störf 12.ágúst en sumarið verður notað til að koma henni aðeins inn í málaflokkinn. Elísabet mun vera starfandi framkvæmdastjóri þar til.    

7. Grill í Ágúst – kynning á nýjum framkvæmdastjóra 
Sumargrill í Gufunesi sunnudaginn 25.ágúst milli kl. 13:00 – 15:00 fyrir félaga ÍÆ. Boðið verður uppá pylsur, meðlæti og drykki. Óformleg kynning á nýjum framkvæmdastjóra.    

8. Lokauppgjör starfandi framkvæmdastjóra og verktakasamningur 
Minnisblað verður sent á stjórn en Elísabet mun sinna störfum framkvæmdastjóra þar til nýr tekur við 12.ágúst, einnig þarf að skoða með þau verkefni sem Elísabet mun aðstoða við áfram.  

9. Breyting á launum uppeldis- og menntunarfræðings – minnisblað 
Framkvæmdastjóri ræðir minnisblað og tillaga um breytingar á launum eru samþykktar af stjórn. 

10. Önnur mál  
a. Heimasíða 
Formaður og framkvæmdastjóri ræða tölvupóst sem barst frá Stefnu sem heldur utan um heimasíðu ÍÆ, komin tími á uppfærslu á vefnum. Ákveðið að fresta þessu þar til í haust og fá Ástu Sól og Thelmu til að skoða þetta. Thelma kom að verkefni síðasta vetur þar sem heimasóðan var metin og tillögur um breytingar komu fram. 

Fundi lokið kl. 19:00 

Næsti stjórnarfundur í ágúst. 

 


Svæði