Fréttir

Stjórnarfundur 22.03.2012

Stjórnarfundur 22. mars 2012

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 22. mars 2012 kl. 20:00

Mættir: 
Anna Kristín Eiríksdóttir
Ágúst Hlynur Guðmundsson 
Árni Sigurgeirsson
Elín Henriksen
Hörður Svavarsson
Jón Gunnar Steinarsson
Vigdís Ósk Sveinsdóttir

Kristinn Ingvarsson sat einnig fundinn. Stjórn samþykkti fundargerð síðasta stjórnarfundar.

Mál á dagskrá:

1. Félagsfundur 28. mars 2012
2. Önnur mál.

1. Félagsfundur 28. mars 2012
Fundarstjóri: Pétur Már Jónsson hdl.

Kynning á aðstæðum.
Aðdragandi
Tímarammi
Haagsamningur, þekking á lögum og reglum hér heima og erlendis.
Skyldur félagsins lögum samkvæmt.
Eftirfylgniskýrslur, námskeið, PAS, kostnaður við ný sambönd og viðhald á þeim samböndum sem fyrir eru.
NAC og Euradopt.

Breytingar á ættleiðingarreglum frá aldamótum og telja svo upp hvað ættleiðingarfélaginu er falið að gera. Vera sérfræðingar á lögum og reglum bæði hér heima og erlendis. Bannað að hagnast á ættleiðingum. Eftirfylgniskýrslur, PAS. Hvernig þetta var unnið þá og hvernig þetta er unnið núna.

Segja svo frá hvað þessi verkefni kosta. Um það er enginn ágreiningur við stjórnvöld.

Hvað gerðist um áramótin. Ráðherra biður um frest vegna þess að það var verið að sameina ráðuneyti. Gleymist að setja okkur inn á fjárlög. Ráðuneytið óskaði svo eftir því að gerður yrði þjónustusamningur yfir helgina.

Til dagsins í dag, þegar framboðsfrestur til stjórnarsetu. Enginn bauð sig fram. Á síðustu stundum var tekin ákvörðun um að fresta fundi í stað þess að hafa félagið án starfandi stjórnar.

Ályktun félagsfundar.

Fyrirspurnir og umræður.

Ályktun stjórnar. Viðræður hefðu staðið við ráðuneytið undanfarin þrjú ár. Engin ágreiningur um þau verkefni sem ættleiðingarfélaginu er falið að annast með lögum og reglugerðum eða hvað það kostar að sinna verkefnunum. Framlög til ættleiðingarfélagsins í engu samræmi við þennan kostnað og hafa dregist saman, bæði vegna niðurskurðar og verðbólgu. Innanríkisráðherra lagði fram minnisblað fyrir ríksistjórnarfund. Blasir við að ættleiðingarfélagið þurfi að hætta við verkefni sem setur allt saman í hættu. Ættleiðingar erlendis frá eru í hættu. Engar nýjar umsóknir. Eftirfylgniskýrslur hætta að berast til upprunaríkja sem getur kallað á lok. Minni þjónusta.

Ættleiðingarstyrkir til Vinnumálastofnunar. Hafa vísitöluhækkað, en hafa ekki hækkað í takt við verðlagsþróun.

2. Önnur mál.
Mögulegar spurningar sem gætu komið:

Fundi slitið kl. 21:30.

Vigdís Ó. Sveinsdóttir fundarritari

 


Svæði