Fréttir

Stjórnarfundur 13.03.2018

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 13.mars kl. 20:00 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.

Fundinn sátu: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Lísa Björg Lárussdóttir, Magali Mouy og Sigrún Eva Grétarsdóttir. Sigurður Halldór Jesson og Lára Guðmundsdóttir tóku þátt með fjarfundabúnaði.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri. 

Dagskrá stjórnarfundar

  1. Fundargerð aðalfundar
  2. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
  3. Verkaskipting stjórnar
  4. Mánaðarskýrsla febrúar
  5. Euradopt
  6. Afmælisárið
  7. Málþing og námskeið
  8. Búlgaría, endurnýju löggildingar
  9. Breytingar á húsaleigu
  10. Þjónustusamningur
  11. Verktakasamningur við lækna
  12. Upprunaleit
  13. Heimsókn til upprunalanda og stofnun nýrra sambanda
  14. Önnur mál
  1. Fundargerð aðalfundar.
    Fundargerð aðalfundar samþykkt.
  2. Fundargerð síðasta fundar.
    Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt.
  3. Verktaskipting stjórnar
    Samskvæmt samþykktum Íslenskrar ættleiðingar skal stjórn félagsins skipta með sér verkum. Elísabet Hrund Salvarsdóttir hefur gengt hlutverki stjórnarformanns síðan í október 2016 og var hún valin til að gegna hlutverkinu áfram samhljóða. Ingibjörg Valgeirsdóttir var valin til að gegna hlutverki varaformanns.
    Lagt var til að aðrir stjórnarmenn tækju að sér verkefni innan stjórnarinnar til að skerpa á ábyrgðarhlutverkum innan hennar.
    Sigrún Eva Grétarsdóttir var valin til að styðja við fræðsluteymi félagsins.
    Lísa Björg Lárusdóttir var valin til að styðja við verkefni sem tengjast þjónustu við uppkomna ættleidda.
    Ingibjörg Valgeirsdóttir og Sigrún Eva Grétarsdóttir voru valdar til að sinna stuðningi við könnun á mögulegum nýjum upprunalöndum.
    Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir og Magali Mouy voru valdar í undirbúningshóp vegna NAC ráðstefnu sem haldin verður á Íslandi 2019.
  4. Mánaðarskýrsla febrúar
    Rædd.
    Farið var yfir nokkur mál sem unnið hefur verið að síðustu mánuði, fyrir nýja stjórnarmenn. 
  5. EurAdopt
    Aðalfundur og ráðstefna EurAdopt verður haldin á Ítalíu 24.-26.maí n.k. . Ari Þór Guðmannsson hefur verið í stjórn EurAdopt fyrir hönd Íslenskrar ættleiðingar mun láta af hlutverkinu á aðalfundinum, en stjórn EurAdopt er valin til tveggja ára. 
    Ingibjörg Valgeirsdóttir var tilnefnd til að taka við sem stjórnarmaður í EurAdopt fyrir hönd Íslenskrar ættleiðingar. Ákveðið að Ingibjörg færi einnig á aðalfundinn og ráðstefnuna í maí.
  6. Afmælisárið
    Farið var yfir viðburði afmælisársins og rætt um þá viðburði sem eftir eru á árinu, en mikil og metnaðarfull dagskrá hefur verið útbúin til að fagna 40 ára afmæli félagsins. 
  7. Málþing 16.mars og námskeið 17.mars
    Farið yfir væntanlegt málþing og námskeið Söruh Naish, sem verður haldið í kjölfar málþingsins. Skráning á viðburðina fór rólega af stað en hefur aðeins aukist. Samkvæmt skráningum á námskeiðið er meirihluti þátttakenda félgsmenn, þá eru talsvert margir frá félagi fósturforeldra og nokkrir fagmenn. Félag fósturforeldra greiðir niður þátttökugjöld sinna félagsmanna. Alls eru 41 skráðir á námskeiðið. 
    Á málþingið eru skráðir 65 og er mikill meirihluti þeirra félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar, en nokkrir fagaðilar til að mynda frá Barnaverndarstofu og Barna og unglingageðdeild. Það hefði verið gaman ef fleiri félagsmenn myndu skrá sig.
  8. Búlgaría, endurnýjun löggildingar
    Minnisblað vegna endurnýjunar löggildingar í Búlgaríu lagt fyrir. Ákveðið að óska eftir endurnýjun löggildingar um milligöngu ættleiðinga frá Búlgaríu til Íslands hjá dómsmálaráðuneytinu. 
  9. Breytingar á húsaleigu
    Minnisblað vegna endurnýjunar leigusamnings lagt fyrir. Ákveðið að taka boði leigusala og gera ótímabundinn leigusamning með gagnkvæmum 6 mánaða uppsagnarfresti.
  10. Þjónustusamningur
    Rætt um væntanlegan þjónustusamningi, en verið er að leggja lokahönd á samninginn hjá dómsmálaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að hægt verði að undirrita samninginn við hátíðlega athöfn á málþingi félagsins.
  11. Verktakasamningur við lækna
    Samningur vegna ráðgjafar sérfræðilækna lagður fram og samþykktur. Framkvæmdastjóra falið að gera samning við ráðgefandi lækna félagsins.
  12. Upprunaleit
    Framkvæmdastjóri segir frá því hvernig leit af líffræðilegum foreldrum hefur gengið síðastliðið misseri á Sri Lanka.  Auri hefur fyrir hönd félagsins aðstoðað við leit þeirra fyrir þá sem eru ættleiddir þaðan. Mikill árangur hefur náðst og er framlag Auri ómetanlegt. 
  13. Heimsókn til upprunalanda og stofnun nýrra sambanda
    Framkvæmdastjóri heimsækir Dómínaska lýðveldið í apríl, til að kanna með nýtt ættleiðingarsamband. Fyrirhugaðri heimsókn til Kólumbíu hefur verið frestað vegna breytinga hjá ICBF, en núverandi yfirmaður ættleiðingarmála er að hætta um næstu mánaðarmót. Ákveðið var að fara frekar þegar komin er nýr yfirmaður.
  14. Önnur mál
    14.1 Gjöf frá Lín Design
    Minnisblað vegna heimkomugjafar lagt fram – Lín design hef bæst í hóp þeirra sem gefa barninu við heimkomu fallega gjöf.
    14.2 Stefnumótun
    Rætt að fara í stefnunmótun á starfi félagsins og leist öllum vel á það. Frekari útfærsla verður rædd síðar.  

Fundi lokið kl. 22:30

Næsti fundur 11. apríl kl. 20:00 


Svæði