Fréttir

Stjórnarfundur 13.03.2019

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 12.mars  kl. 20:00  í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.  

 Mætt: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Magali Mouy og  Lísa Björg Lárusdóttir.
Lára Guðmundsdóttir, Sigrún Eva Grétarsdóttir og Sigurður Halldór Jesson tóku þátt með fjarfundabúnaði.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri.

Dagskrá stjórnarfundar  

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar  
  2. Mánaðarskýrsla febrúar
  3. Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar 13. mars 2019 
  4. Adoption Joy Week, NAC  
  5. Önnur mál 

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar  
Fundargerð samþykkt.

2. Mánaðarskýrsla febrúar
Skýrsla rædd.

3. Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar 13. mars 2019 
Farið yfir endanlegan ársreikning 2018, reikningur samþykktur af stjórn. Rætt um skipulagningu á aðalfundi.  Ákveðið að leggja til óbreytt árgjald kr. 2.900 kr. 

4. Adoption Joy Week, NAC  
Rætt um framkvæmd Nordic Adoption Joy Week, en Íslensk ættleiðing tekur þátt með öðrum ættleiðingarfélögum á norðurlöndunum í fyrsta skipti. Í þessari viku er markmiðið að vera með uppbyggjandi umræðu um ættleiðingar og ættleiðingartengd málefni. 

9. Önnur mál
a. Project that maps life stories of children – rætt um stöðuna á þessu verkefni sem kynnt var á stjórnarfundi 13.febrúar. Framkvæmdarstjóri er í sambandi við miðstjórnvaldið í Tékklandi og leyfir stjórn að fylgjast með.

b. Kólombíu gögn – Magali las yfir gögn sem bárust og sagði frá. Framkvæmdarstjóri segir aðeins frá væntanlegri heimsókn skrifstofu ÍÆ og fulltrúum frá DMR til Kólombíu sem verður farin í apríl.

Fundi lokið kl. 21:10

 

 


Svæði