Stjórnarfundur 13.03.2012
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 13. mars 2012 kl. 20:00
Mættir:
Anna Katrín Eiríksdóttir
Ágúst Hlynur Guðmundsson
Árni Sigurgeirsson
Elín Henriksen
Hörður Svavarsson
Jón Gunnar Steinarsson
Vigdís Ósk Sveinsdóttir
Kristinn Ingvarsson sat einnig fundinn. Stjórn samþykkti fundargerð síðasta stjórnarfundar.
Mál á dagskrá:
1. Þjónustusamningur IRR við ÍÆ.
2. Önnur mál.
1. Þjónustusamningur IRR við ÍÆ.
Minnisblað frá ÍÆ var lagt fyrir ríkisstjórnar fund hinn 9. mars 2012. Ráðuneytið hefur upplýst að engin ákvörðun hefði komið út úr ríkisstjórnarfundinum.
Í ljósi þeirra óvissu sem ríkir með þjónustusamning IRR og ÍÆ, hefur stjórn félagsins ákveðið að fresta aðalfundi um óákveðinn tíma og boða þess í stað til félagsfndar. Stjórn mun tilkynna ráðuneytinu með formlegum hætti um framangreint.
2. Önnur mál.
Rætt um Indland. Hörður mun ræða við Össur Skarphéðinsson varðandi Indlandsmál.
Rætt um vegabréfsmál í Kólumbíu.
Rætt um Rússland.
Fundi slitið kl. 20:53.
Vigdís Ó. Sveinsdóttir fundarritari