Fréttir

Stjórnarfundur 14.03.2017

Árið 2017, þriðjudaginn 14.mars kl. 19:30 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.

Fundinn sátu Ari Þór Guðmannsson, Dagný Rut Haraldsdóttir, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Lísa Björg, og Sigurður Halldór Jesson. Lára Guðmundsdóttir tók þátt með fjarfundarbúnaði.
Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri.

Þetta var tekið fyrir:

1. Fundargerð aðalfundar.
Rædd og samþykkt. 

2. Fundargerð síðasta stjórnarfundar.
Rædd og samþykkt.

3. Verkaskipting stjórnar.
Elísabet Hrund heldur áfram sem formaður stjórnar.

4. Mánaðarskýrslur janúar og febrúar.
Skýrslur ræddar og athugasemdir gerðar við stafsetningu en annars samþykktar.

5. Euradopt fundur 31.mars – 1.apríl.
Sagt frá væntanlegum fundi Euradopt í Lúxemborg, Elísabet og Ari fara á fundinn. Farið yfir dagskránna.

6. Heimsókn til Tékklands.
Farið yfir væntanlega heimsókn í maí. Svanhildur frá IRR kemur með í ferðina en fer degi fyrr heim, á vegum ÍÆ fara Kristinn, Dagný, Ragnheiður. Rut sem mun byrja að vinna í maí hefur áhuga því að koma með og ætlar að athuga með um að sækja um styrk til stéttarfélagsins vegna ferðakostnaðar. Farið lítillega yfir dagskránna sem UMPOD hefur sett saman.

7. Fjölskylduhátíð í boði kínverska sendiráðsins.
Sendiherrafrú Kína hafði samband við ÍÆ vegna þess að sendiráðið hefði áhuga á því að halda fjölskylduhátíð fyir börn sem ættleidd hafa verið frá Kína og fjölskyldur þeirra. Ákveðið var að hafa hátíðina 8.apríl kl.15:00. Búið er að funda nokkrum sinum með sendiherrafrúnni, boðskort hafa verið gerð og mun ÍÆ senda þau út ásamt frétt í tölvupósti. Ekki er búið að finna skemmtiatriði en ÍÆ ætlar að aðstoða við það.

8. Skjalavarsla.
KI hefur verið að funda með skjalastjóra IRR og Svanhildi. Skjalastjórinn vil endilega að félagið sé með kerfi sem heldur utan um skjöl félagsins. Hún telur einnig að ráðuneytið ætti að greiða fyrir þessa vinnu. KI fer á fund 15.mars.

9. Önnur mál.

  1. Vöktun SN – fyrirspurn kom um hver hefur verið að sjá um vöktun á SN lista hjá Kína. 
    Sérfræðingar félagsins hafa vaktað listann og barnalæknir fer yfir listann hvort þar séu börn sem henti þeim fjölskyldum sem eru að bíða.
  2. Breytingar á reglugerð.
    KI og Dagný er að vinna í breytingum og munu senda á stjórn þegar þær eru tilbúnar.
  3. Samningur á milli félagsins og umsækjanda.
    KI og Dagný eru að útbúa samning og munu senda á stjórn.
  4. Indland  - löggildin runninn út.
    Endurnýja löggildinguna.
  5. Kólombía – löggilding
    Byrja vinnu vegna löggildingar.

 

 

 

Fundi slitið 20:53


Svæði