Fréttir

Stjórnarfundur 14.06.2011

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 14. júní 2011 kl. 20:00

Mættir:

Ágúst Hlynur Guðmundsson
Hörður Svavarsson
Jón Gunnar Steinarsson
Karen Rúnarsdóttir
Vigdís Ósk Sveinsdóttir

Mál á dagskrá:
1. Skýrsla af stjórnarfundi NAC
2. Skýrsla af fundi Euradopt
3. Húsnæði
4. Önnur mál

1. Skýrsla af stjórnarfundi NAC
Lögð eru fram skýrsla og gögn af hálfu Karenar Rúnarsdóttur, af stjórnarfundi NAC sem fór fram í gegnum síma hinn 7. júní 2011. Þar var ákveðið að NAC myndi senda bréf til miðstjórnvalda á Norðurlöndunum þar sem óskað er eftir frekari stuðnings vegna PAS starfs.

2. Skýrsla af fundi Euradopt
Lögð eru fram gögn af hálfu Kristins Ingvarssonar, framkvæmdastjóra ÍÆ vegna fundar hjá Euradopt sem haldinn var hinn 30. apríl sl. og hann sótti.

3. Húsnæði
Meirihluti stjórnar undirritar nýjan húsaleigusamning.

4. Önnur mál
Rætt um rekstur skrifstofu.

Rætt um bókhald félagsins og aðkeypta þjónustu vegna þess.

Formaður leggur fram BA ritgerð Heiðu Hraunberg Þorleifsdóttur: Ættleiðingarþunglyndi, vanlíðan kjörforeldra í kjölfar ættleiðingar.

Lagt fram yfirlit vegna kaupa á nýjum skrifstofubúnaði.


Fundi slitið kl. 21:40

Vigdís Ó. Sveinsdóttir fundarritari


Svæði