Fréttir

Stjórnarfundur 14.11.2017

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 14. nóvember 2017 kl. 20.00 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.   

Fundinn sátu: Ari Þór Guðmannsson, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Dagný Rut Haraldsdóttir, Magali Mouy og Sigurður Halldór Jesson.   Forföll: Lísa Björg Lárusdóttir, Lára Guðmundsdóttir 

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri. 

Dagskrá stjórnarfundar   

1. Fundargerð síðasta fundar.  
2. Mánaðarskýrsla september og október.  
3. 6 mánaða uppgjör.  
4. Fjárhagsáætlun 2018.  
5. Afmælisboð janúar  
6. Sri Lanka.  
7. Önnur mál.  

1. Fundargerð síðasta fundar.  
Fundargerð síðasta fundar samþykkt.   

2. Mánaðarskýrsla september og október. 
Mánaðarskýrsla skrifstofu félagsins rædd.

3. 6 mánaða uppgjör.  
Farið yfir helstu kennitölur í 6 mánaða uppgjöri. 

4. Fjárhagsáætlun 2018. 
Formaður og framkvæmdastjóri fóru yfir helstu kennitölur í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir næsta ár. Fjárhagsáætlun er enn í vinnslu. Sérstaklega var rætt um fjármagn sem skal verja til heimsókna erlendis og mikilvægi þess að vera í góðu sambandi við samstarfslönd félagsins. Nauðsynlegt er að fara til Kólómbía og ganga frá löggildingu þar. Spurning um að nýta ferðina til þess að fara einnig til Síle og Perú. Í athugun hvort fara eigi í febrúar 2018. 
Ráðstefna EurAdopt verður haldinn í maí og á félagið fulltrúa í stjórn EurAdopt eins og áður. Dagskrá ráðstefnunar hefur ekki verið kynnt.
Ráðstefnan ICAR6 verður haldin í Kanada í júlí. Lagt til að starffólk ÍÆ fari á þessa ráðstefnu.
Þá var einnig rætt um áherslur komandi árs í vinnu við að mynda ný sambönd við upprunalönd. Rætt um að kanna möguleika í Tævan og Ungverjalandi.  Framkvæmdastjóra falið að koma með tillögu að ferðalögum.
Starfsmannamál innan fjárhagsáætlunar rædd. 
Mikilvægt að fara að vinna að undirbúningi við NAC ráðstefnu sem haldin verður á Íslandi 2019 . 

5. Afmælisboð janúar 
Framkvæmdastjóri segir frá undirbúningi vegna afmælishátíðar.  Rætt um viðkenningar fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagins. Framkvæmdastjóra falið á sjá um útfærslu á því.

6. Sri Lanka.  
Framkvæmdastjóri ræðir um málefni Sri Lanka. Félagið sendi bréf til dómsmálaráðuneytisins vegna þeirra mála sem þar hafa komið upp að undanförnu. Svar hefur ekki borist frá ráðuneytinu um það hvernig það ætlar að bregðast við. Ljóst að þessi mál hafa hreyft við mörgum ættleiddum það og þeirra skyldmennum. 

Stefnumótun varðandi upprunaferðir og stuðning við ættleidda mikilvæg.

7. Önnur mál.  
7.1. Tilkynning um íhlutun í milligönguhlutverk ættleiðingarfélags.
Fjallað um erindi sem sent verður á dómsmálaráðuneyti. Formanni og framkvæmdarstjóra falið að klára bréf vegna þess. 

7.2. Bréf frá dómsmálaráðuneytinu.
Félaginu barst svar við erindi frá 22.mars 2017 vegna breytingar á samþykktum félagsins. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á breytingartillögum sem lagðar voru fyrir aðalfund. Framkvæmdastjóra falið að setja uppfærðar samþykktir á heimasíðu félagsins.

7.3. Breytingar í Kína. 
Miðstjórnvald Kína CCCWA hefur tilkynnt að um áramót muni verða lokað á styrktaráætlunina One to one. Mögulega getur þessi lokun haft áhrif á fjölda barna sem munu verða laus til ættleiðinga á lista kínverskra yfirvalda um börn með skilgreindar þarfir.

7.4. Bréf frá dómsmálaráðuneytinu 
Dómsmálaráðuneytið sendi félaginu bréf þar sem óskað er eftir að þjónustusamningur verði endurnýjaður. Formanni og framkvæmdastjóra falið að hefja viðræður við ráðuneytið.

Fundi lokið kl. 21:50 

 

 

Svæði