Fréttir

Stjórnarfundur 15.06.2010

Fundargerð stjórnarfundar ÍÆ
Þriðjudaginn 15. júní 2010 kl. 17.15

Mættir:
Ágúst Guðmundsson
Elín Henriksen
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir
Hörður Svavarsson
Karen Rúnarsdóttir
Karl Steinar Valsson

Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri sat einnig fundinn.

Dagskrá fundarins:
1. Tillaga samninganefndar um sameiningu AÆ og ÍÆ
2. Erindi frá umsækjendum um samskipti við sýslumann
3. Ráðningarsamningur við framkvæmdastjóra
4. Rekstraráætlun
5. Landvinningar
6. Önnur mál

1. Tillaga sameininganefndar um sameiningu AÆ og ÍÆ
Lögð fram tillaga um sameiningu AÆ og ÍÆ. Tillagan hljóðar upp á sameiningu félaganna þann 24. júní n.k., á grundvelli gagna sem lögð hafa verið fram. Tillagan samþykkt einróma.

2. Erindi frá umsækjendum um samskipti við sýslumann.
Lagt er fram bréf frá hjónum sem kvarta yfir háttalagi sýslumannsins í Búðardal gagnvart umsókn þeirra um forsamþykki. Þetta er ein af fjölda kvartana, ábendinga og athugasemda sem borist hafa félaginu vegna nýrra vinnubragða hjá embættinu. Ákveðið að greina frá bréfinu á fundi með ráðherra sem óskað var eftir fyrir meira en þremur vikum síðan. Ef ekki kemur til fundar á næstu dögum verður að sleppa því skrefi að ræða málefnið óformlega í ráðuneytinu og kanna möguleika á því að rita stjórnsýslukæru án frekari tafa. Í þessu samhengi er það rætt að erindi fór til ráðuneytisins um sérstaka rannsóknaskyldu sýslumanns dags xxx og því hefur eki verið svarað.

3. Ráðningarsamningur við framkvæmdastjóra
Reynslutíminn framkvæmdastjóra er liðinn, og nauðsynlegt að ganga frá þeim málum. Formaður og gjaldkeri sjá um að ganga frá nýjum samningi við framvkæmdastjóra.

4. Rekstraráætlun
Farið yfir lokadrög rekstraráætlunar. Augljóst er að aukið fé þarf inn í málaflokkinn. Óskað hefur verið eftir fundi með ráðherra þar sem aðalumræðuefnið verður rekstrargrundvöllur félagsins.

5. Landvinningar
Þau lönd sem er verið að vinna í eru Filippseyjar, suður Afríka, Rússland og Kenía. Jafnframt er AÆ komin vel á veg með Tógó sem mun þá bætast við flóruna verði sameining félaganna samþykkt. Filippseyjar; þar sem kominn á samningur og búið að senda inn formlega umsókn. Framkvæmdastjóri mun setja sig í samband vi yfirvöld þar til að kanna stöðu málsins. Suður Afríka; búið að senda bréf til ráðuneytisins hér heima fyrir nokkrum árum og óska eftir að hefja ættleiðingarsamband. Málið hefur meðal annars tafist út af lagabreytingum þar í landi sem búið er að framkvæma. Rut Gylfadóttir, ræðismaður þar í landi, fylgir málinu eftir. Tengiliður ÍÆ mun setja sig í samband við hana fljótlega til að kanna hver staða málsins er. Rússland; mikil og góð vinna hefur verið unnin af hálfu utanríkisráðuneytisins varðandi Rússland auk þess sem háttsettur aðili úr utanríkisþjónustunni þar í landi verður staddur hér á Íslandi í næstu viku. Þá mun verða fundað frekar um þessi mál. Utanríkisráðherra hefur reynst betri en enginn hvað þetta mál varðar, sýnt því mikinn áhuga og lagt töluvert á sig til að koma á fundum með viðeigandi aðilum. Auk þess eru komin svör við fyrirspurnum sendiráðsins í Moskvu sem búast má við að komi inn til félagsins á næstunni. Verði að sameiningu AÆ og ÍÆ bætist við nýtt land, Tógó, sem er í vinnslu hjá AÆ og er sú vinna langt á veg komin og er boltinn alfarið í höndum dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins sem taka þarf endanlega ákvörðun í málinu. Öll gögn liggja hjá ráðuneytinu.

Því miður hefur ekki verið unnt að taka við umsóknum til Nepal enn þá, sökum óstöðugleika í stjórnarfari þar í landi. Framkvæmdastjóri tekur púlsinn á stöðu mála þar og kannar hverjar horfurnar eru.

Nauðsynlegt er að koma upp tengliði hjá CARA vegna Indlands til að auðvelda ættleiðingarmál milli landanna.

6. Önnur mál
• Nauðsynlegt er að útbúa tvo bæklinga fyrir næstu ferðir til samstarfslanda og verðandi samstarfslanda. Annars vegar bækling um hversu gott heilbrigðis- og skólakefi við búum við ásamt upplýsingum um lífeyrissjóðakerfið okkar. Hins vegar þarf að útbúa góðan bækling um félagið sjálft, hversu lengið það hefur starfað, tilgang og markmið auk upplýsinga eftir hvaða lögum og reglum félagið starfar..
• Gíslína Ólafsdóttir hefur boðist til að færa bókhald félagsins í sjálfboðaliðastarfi. Frábært að fá svona góðan liðsauka til að koma bókhaldsmálum félagsins í gott horf.
• Gjaldskrár- og innheimtumál félagsins rædd, senda þarf út greiðsluseðla vegna félagsgjalda á allra næstu vikum.

Fundi slitið kl. 19:10
Elín Henriksen


Svæði