Fréttir

Stjórnarfundur 15.09.2015

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 15. september 2015, kl. 20:00.

Fundinn sátu: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Sigrún María Kristinsdóttir, Hörður Svavarsson, Elín Henriksen og Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir.

Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri sat fundinn.

Fundargerð ritaði: Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir.

Dagskrá:

1. Fundargerð.
Fundargerð stjórnar gerð á stjórnarfundi dags. 11. ágúst 2015.
Niðurstaða fundar: Frestað.

2. Mánaðarskýrslur.
Mánaðarskýrslur framkvæmdastjóra. Lagt fram.

3. Íhlutun í hlutverk löggilts ættleiðingarfélags.
Framkvæmdastjóri greinir frá upplýsingum um þróun ættleiðingarmáls í Tógó.
Niðurstaða fundar: Samþykkt að senda ráðuneyti innanríkismála tilkynningu um málið og óskað eftir fundi í kjölfarið.

4. Húsnæðismál.
Lagður fram tölvupóstur frá Íslandsbanka.
Fylgiskjal: Tölvupóstur dags. 24. ágúst 2015.
Niðurstaða fundar: Lagt var til á síðasta stjórnarfundi að húsnæðisnefnd félagsins hefji skoðun á öðrum húsnæðiskostum fyrir starfsemi félagsins. Húsnæðisaðstaða háir orðið verulega starfi með börnum sem nýlega hafa verið ættleidd til landsins og mikilvægt að hefja undirbúningsvinnu við að skoða aðra húsnæðiskosti því ekki er hægt að reiða sig á að embættismenn Reykjavíkurborgar nái nokkurntímann að ljúka sinni vinnu í þessu máli.Borgarráð fundaði 10. september sl. um húsnæðismál félagsins en ekkert liggur fyrir í þeim efnum af hálfu borgarinnar.

5. Euradopt.
Vigdís fer yfir umsókn bresks ættleiðingarfélags að Euradopt.
Niðurstaða fundar: Samþykkt að senda yfirlýsingu til Euradopt um að Íslenskt ættleiðing samþykki innkomu félagsins inn í Euradopt svo lengi sem félagið stenst kröfur Euradopt.

6. Sex mánaða uppgjör.
6 mánaða uppgjör lagt fram.
Fylgiskjal: Sex mánaða uppgjör.
Niðurstaða fundar: Framkvæmdastjóra falið að senda IRR uppgjörið í samræmi við þjónustusamning.

7. Greiðsla ættleiðingastyrkja og bætt vinnufyrirkomulag hjá Vinnumálastofnun.
Framkvæmdastjóri fer yfir málið.
Niðurstaða fundar: Ánægjulegt að tilkynna um það að VMST mun hér eftir greiða ættleiðingarstyrki til foreldra sem ættleiða börn frá Tékklandi við heimkomu en ekki þegar búið er að ganga frá ættleiðingu barnsins.  

8. ICAR ráðstefna fræðimanna um rannsóknir á ættleiðingum.
7.-11. janúar haldin á Nýja-Sjálandi. Framkvæmdastjóri fer yfir drög að dagskrá ráðstefnunnar.
Niðurstaða fundar: Fjárveiting til þátttakenda ráðstefnunnar samþykkt.

9. Félagsstarf.
Fyrirspurn frá Elínu um upplýsingar, framkvæmd og fyrirkomulag félagsstarfs.
Niðurstaða fundar: Framkvæmdastjóri upplýsir um að stefnt sé að því að halda námskeið fyrir unga ættleidda og leggja grunn að mögulegu klúbbastarfi fyrir krakka á aldrinum 8 ára og upp að unglingastigi.

10. Ný lönd.
Fyrirspurn frá Elínu. Hvaða lönd er verið að vinna markvisst með og hver er staðan?
Niðurstaða fundar: Framkvæmdastjóri gefur stutt yfirlit um stöðuna. Vigdís mun taka að sér að senda stutt formlegt erindi til miðstjórnvaldsins í Víetnam.

11. Fræðsludagskrá.
Fyrirspurn frá Elínu: Dagskráin framundan, hvernig lítur hún út?
Niðurstaða fundar: Framkvæmdastjóri fer yfir fyrirhugaða fræðsludagskrá fyrir veturinn.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00.

 

 


Svæði