Fréttir

Stjórnarfundur 15.10.1979

Haldinn var stjórnarfundur í félaginu 15. okt. Á fundinn voru mætt Gylfi, Ástrún og Ágústa. Aðalefni fudnarins var undirbúningur fyrir aðalfund. Var ákveðið að halda aðalfundinn 18. nóv. n.k.
Rætt var um hvort hugsanlega væri hægt að bjóða Hollis hingað til Íslands og var úr að leggja það fyrir aðalfundinn. Var síðan kosin uppstillingarnefnd og voru kosin þau sömu og í fyrra. Norma Norðdahl, Vésteinn Ólason og Þorsteinn Þorsteinsson.
Nýbúið er að senda Hollis eitt bréf ennþá þar, sem honum er skýrt frá að aðalfundurinn sé framundan, og þar sem hann er beðinn að reka á eftir einhverjum fréttum frá Bombey þar sem fólk er farið að verða spennt eftir einhverjum nýjum fréttum og er vonast eftir bréfi frá honum fyrir fundinn. 
Var fundi slitið stuttu seinna.


Svæði