Stjórnarfundur 16.02.2010
Stjórnarfundur 16. febrúar 2010
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 16. febrúar 2010, kl. 17:10
23. fundur stjórnar
Mættir:
Ágúst Guðmundsson
Hörður Svavarsson
Margrét Rósa Kristjánsdóttir
Karl Steinar Valsson
Pálmi Finnbogason
Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.
Mál á dagskrá:
1. Nepal
2. Fundur með Foreldrafélagi ættleiddra barna.
3. Aðalfundur Í.Æ.
4. Önnur mál
1. Nepal.
Í fyrri viku byrtust fréttir í erlendum fjölmiðlum um að ættleiðingar frá Nepal væru ótryggar. Í.Æ. leitaði til Dóms- og mannréttindaráðuneytisins um hvort borist hefðu einhverjar nýjar upplýsingar um stöðu mála í Nepal. Svo er ekki og engar viðvaranir hafa verið gefnar út í Haag. Í upplýsingum frá Skandinavískum ættleiðingarfélögum er þess getið að þjófélagsástand í landinu sé ekki mjög stöðugt og væntanlegir kjörforeldrar séu upplýstir um það áður en þeir leggja inn umsókn og sæki því um á eigin ábyrgð. Ákveðið að Í.Æ. haldi sömu stefnu varðandi samskipti við Nepal.
2. Fundur með Foreldrafélagi ættleiddra barna.
Í haust fundaði stjórn Í.Æ. með stjórn Alþjóðlegrar ættleiðingar, fundurinn skilaði miklum og jákvæðum árangri. Lengi hefur staðið til af hálfu Íslenskrar ættleiðingar að halda fund með svipuðu sniði með stjórn Foreldrafélags ættleiddra barna. Nú hefur borist ósk um slíkan fund frá foreldrafélaginu. Stjórn Í.Æ. fagnar þessari beiðni og mun samamælast um fundartíma með Foreldrafélagi ættleiddra barna hið fyrsta.
3. Aðalfundur
Tímabært er að ákveða dagsetningu aðalfundar en samkvæmt lögum félagsins á að hala aðalfund í mars ár hvert. Í gær bárust skilaboð frá ritara félagsins á þá leið að það gengi hægar með bókhaldið en til stóð. Óljóst er því hvenær reikningar félagsins geta verið tilbúnir. Ákveðið að halda aðalfund 25. mars í þeirri að bókhaldsvinna klárast á næstu vikum. Boða þarf fundinn með þriggja vikna fyrirvara eða eigi síðar en 4. mars. Áður en hann boðað verður til aðalfundar þarf að vera ljóst hvort endurskoðandi geti skilað sinni vinnu af sér í tíma.
4. Önnur mál
Fimmti liður fundargerðar frá 19. janúar.
Framkvæmdastjóra falið að annast afgreiðslu málsins.
Fundur með félagsráðgjafa
Greint var frá fundi sem framkvæmdastjóri og formaður áttu með Guðlaugu M. Júlíusdóttur félagsráðgjafa sem starfaði fyrir félagið árið 2007. Guðlaug tekur að sér verktakastörf fyrir félagið á næstunni meðal annars til að sjá um eftirfylgniskýrslur sem erlend stjórnvöld gera strangar kröfur um.
Fundi slitið kl. 18.15.