Stjórnarfundur 16.10.1978
Haldinn í félaginu 16. okt. 1978.
Mætt voru Gylfi Már Guðjónsson, Ástrún Jónsd. og Ágústa Bárðardóttir.
Hafði Unnur Jónsdóttir skrifað bréf fyrir félagið til Terre des Hommes, með fyrirspurn um hvort nokkrir möguleikar væru á ættleiðingu barna þaðan, og var ákveðið að senda það.
Var síðan kosin þriggja manna uppstyllingarnefnd, til að koma með tillögu á aðalfundi um næstu stjórn, og voru valin í hana Vésteinn Ólason, Þorsteinn R. Þorsteinsson og Norma Norðdahl.
Var síðan ákveðið að kjósa þriggja manna skemmtinefnd, sem ætlað væri að sjá um skemmtanir fyrir börnin og aðstandendur þeirra, voru kosin Lísbet Bergsveinsdóttir, Davíð Óskarsson og Bera Þórisdóttir.
Var síðan ákveðið að reyna að hringja til Noregs einu sinni enn og eins að reka á eftir svari hjá Þorsteini Ingólfssyni í utanríkisráðuneytinu, fyrir aðalfund og var síðan fundi slitið.
Gylfi Már Guðjónsson
Ágústa Bárðardóttir
Ástrún Jónsdóttir