Stjórnarfundur 16.11.1986
Stjórnarfundur 16.11.1986
Fundinn sátu: Engilbert, Guðrún, Helgi, Jón Hilmar, María og fráfarandi ritari, Elín.
Formaður greindi frá því að fyrri stjórn hefði náð tengslum við Earle R. Zoysa, lögfræðing á Sri Lanka og hann tjáð sig reiðubúinn að annast lögfræðilegan þátt ættleiðinga frá Sri Lanka. Hann ræður hins vegar ekki yfir neinum samböndum við barnaheimili og biðu um ábendingar og nöfn á þeim.
Búið er að skrifa 4 barnaheimilum á Sri Lanka (3 eftir ábendingu frá Abayasekera sem hér var á þingi ...kirkjuráðsins s.l. Sumar, 1 eftir ábendingum frá Svíþjóð þar sem um er að ræða heimili sem sænskt ættleiðingafélag styrkir). Þá hefur móður Theresu verið skrifað. Engin svör hafa borist frá barnaheimilunum.
Ákveðið var að skrifa Earle R. Zoysa og senda honum nöfnin á barnaheimilunum.
Fram kom að eitthvert svigrúm er fyrir ættleiðingar frá Kólumbíu, ákveðið að hvetja félaga til að senda pappíra þangað.
Elín upplýsti að hjón á Akureyri hefðu farið til Chile nýlega og ættleitt 2 börn (með tengslum við flóttafólk frá Chile búsett á Akureyri). - Guðrún nefndi að nýlega hefðu hjón á Dalvík ættleitt frá Portúgal.
Gjaldkeri hefur fengið pósthólf fyrir félagið niðri í miðbæ, nr. 1377, 121 Reykjavík.
Jón Hilmar Jónsson