Stjórnarfundur 17.05.2016
Árið 2016, þriðjudaginn 17. maí kl. 20:00 kom stjórn Íslenskrar ættleiðingar saman á fundi í Skipholti 50b. Fundinn sátu Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Dagný Rut Haraldsdóttir, Sigrún María Kristinsdóttir og Vigdís Häsler.
Enn fremur sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri félagsins.
Þetta var tekið fyrir:
1. Fundargerð frá stjórnarfundi 12. apríl 2016
Fundargerð stjórnar frá stjórnarfundi dags. 12. apríl sl., samþykkt.
2. Mánaðarskýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri fer yfir skýrslu skrifstofu fyrir apríl.
3. Fjárhagsáætlun 2016
Fjárhagsáætlun samþykkt. Framkvæmdastjóra falið að senda fjárhagsáætlun og starfsáætlun til innanríkisráðuneytisins.
4. Starfsmannamál skrifstofu
Starfsmannamál skrifstofu rædd.
Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað um verktakagreiðslur. Lagt til að taxti verði endurskoðaður í febrúar ár hvert. Rætt innan stjórnar og samþykkt.
5. Handbók stjórnar og starfsfólks
Framkvæmdastjóra falið að senda reglur um vinnulag og verkferla vegna umsókna stjórnarmanna og/eða starfsfólks skrifstofu um ættleiðingar erlendis frá, til innanríkisráðuneytisins.
6. Vinnulag vegna rannsókna
Lagt fram. Samþykkt.
7. Önnur mál
Rætt um samstarf Íslenskrar ættleiðingar við önnur félagasamtök.
Rætt um ráðstefnu EurAdopt í Utrect.
Stjórn samþykkir álag á varaformann.
Ekki fleira gert. Fundi slitið kl. 21:00.