Stjórnarfundur 17.07.2012
Stjórnarfundur 17. júlí 2012
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar fimmtudaginn 17.júlí 2012 kl. 20:00
Mættir:
Ágúst Guðmundsson
Anna Katrín Eiríksdóttir
Árni Sigurgeirsson
Hörður Svavarsson
Vigdís Ó. Sveinsdóttir
Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri skrifstofu sat einnig fundinn.
Stjórn samþykkti fundargerð síðasta stjórnarfundar.
Mál á dagskrá:
1. Heimsókn frá CCCWA í Kína.
2. Gjaldskrá.
1. Heimsókn frá CCCWA í Kína.
Ættleiðingaryfirvld í Kína óska þess að heimsækja ÍÆ í september og funda með félaginu og stjórnvöldum til að fara yfir breytingar í löggjöf og skoða framkvæmd ættleiðingarmála á Íslandi.
Farið var yfir kostnaðardrög samkvæmt áætlun framkvæmdastjóra. Rætt um umfang heimsóknarinnar og hvernig hefur verið staðið að slíkum heimsóknum áður og hvernig sé eðlilegt að standa að slíkri framkvæmd.
Stjórn ÍÆ fagnar því tækifæri að get boðið Kínverskum ættleiðingaryfirvöldum til landsins og felur framkvæmdastjóra að rita þeim boðsbréf. Framkvæmdastjóra er einnig falið að halda áfram samstarfi við IRR um heimsóknina og kanna væntanlega þáttöku þess í framkvæmdinni. Framkvæmdastjóra er einnig falið að ráða verkefnastjóra í samræmi við umræður á fundinum.
2. Gjaldskrá
Gjaldskrá félagsins er ekki í samræmi við gjadskrár ættleiðingarfélaga á Norðurlöndum. Á fundum með lykilfólki í IRR hefur ÍÆ verið bent á að elilegt sé að gjadskrá félagsins sé endurskoðuð með það í huga að félagið geti staðið að þeim fjölmörgu verkefnum sem því er falið.
Eitt þessara verkefna er viðhald sambanda við erlend ættleiðingaryfirvöld. Í því skyni er ákveðið að upphafsgjald vegna ættleiðinga hækki um 37000 krónur frá og með 1. ágúst. Framkvæmdastjóra er falið að tilkynna IRR um breytinguna.
Næsti fundur áætlaður 31.júlí
Fundi slitið kl. 20:45
Fundargerð ritaði: HS