Stjórnarfundur 17.2.2025
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar
17. febrúar 2025 kl. 17.00
Mættar: Sigríður Dhammika Haraldsdóttir, Selma Hafsteinsdóttir, Helga Pálmadóttir og Sólveig Diljá Haraldsdóttir. Kristín Ósk Wium sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Ásta Sól Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri tók einnig þátt í fundinum.
-
Fundargerð fundar frá 7. janúar samþykkt.
-
Skýrsla skrifstofu
Framkvæmdastjóri lagði fram skýrslu skrifstofu fyrir janúarmánuð sem sýnir að nóg er af verkefnum.
-
Aðalfundur 2025
Aðalfundur verður þann 19. mars klukkan 20.00 í sal Framvegis. Ársreikningur er í vinnslu hjá endurskoðanda. Stjórnarformaður þarf að skrifa pistil fyrir ársskýrslu 2024 fyrir skýrsluna. Ákveðið var að hafa tvær stuttar fræðslur að loknum aðalfundarstörfum. Selma samþykkir að vera með erindi um ættleiðingarhlaðvarpið og haft verður samband við Katha Aþena til að segja frá lokaverkefninu sínum um ættleiðingar. Auglýsa þarf fundinn með 3ja vikna fyrirvara til að hann teljist löglegur og verður það gert.
Rætt var hvaða stjórnarmenn ætla að gefa áfram kost á sér eða ekki. Sólveig hefur ákveðið að hætta og því þarf að finna manneskju í hennar stað með löglegum fyrirvara, sem er tveimur vikum fyrir aðalfund.
-
Viðburðir á næstunni
Opið hús fyrir uppkomna ættleidda verður 26. febrúar næstkomandi kl. 19.30. Stjórarmenn deila þessu í hópa fyrir uppkomna ættleidda. Kristín formaður og Sigga varaformaður munu mæta ásamt Ástu Sól og Thelmu til að taka á móti gestum. Samþykkt var að uppkomnir ættleiddir geti skráð sig í félagið í 1 ár án endurgjalds. Á staðnum verður opið fyrir fólk að skrá sig í félagið ókeypis í eitt ár.
Fimleikafjör verður 29. mars frá klukkan 13:30-15:00 í Björkinni Hafnarfirði.
-
Fundur með dómsmálaráðherra, undirbúningur
Klára þarf að útbúa minnisblað fyrir ráðherra og óska eftir fundi. Þetta verður rætt frekar og ákveðið á næsta fundi.
-
UMPOD fundur í Tékklandi
Samþykkt var að Ásta Sól framkvæmdastjóri myndi athuga með fund með UMPOD í Brno í lok maí/byrjun júní. Þá myndi hún greiða fyrir miðann sjálf en taka frídaga á móti kostnaði.
-
Styrktarbeiðnir
Verið er að vinna styrktarbréf og lista yfir mögulega styrktaraðila en gera þarf átak í þessum málum. Stjórnarmenn hafa verið að senda á fyrirtæki varðandi veitingar og annað sem getur gagnast í rekstri en drög að almennu styrktarbréfi verða lögð fram fljótlega. Fram kom að styrkur að upphæð 500.000 megi vænta frá fyrirtækinu Ofar en er það í gegnum félagsmann ÍÆ.
-
Fjölmiðlar/vitundarvakning
Rætt var um umfjöllun í fjölmiðlum undanfarið og framhald á henni. Upp kom sú hugmynd að gera vitundarvakningu, t.d. myndbönd með stuttum sögum frá uppkomnum ættleiddum, foreldra, umsækjanda og ömmu, svo dæmi sé tekið, sem sýna hvað merkingu ÍÆ hefur fyrir fólk.
-
Önnur mál
Búið er að óska eftir fundi með félagi fósturforeldra, en beðið er eftir svari.
Fundi var slitið klukkan 19.07
Næsti fundur verður 11. mars klukkan 17.