Stjórnarfundur 18.08.2020
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 18. ágúst 2020 kl. 20:30 í gegnum fjarfundarbúnað.
Mætt:, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Berglind Glóð Garðarsdóttir, Dylan Herrera, Lísa Björg Lárusdóttir, Magali Mouy, Ari Þór Guðmannsson og Sigurður Halldór.
Einnig tók Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri þátt í fundinum.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Askur, skýrsla skrifstofu
- NAC & EurAdopt
- Reykjavíkurmaraþon
- Fækkun á biðlista
- 6 mánaða uppgjör
- Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt.
2. Askur, skýrsla skrifstofu.
Rætt um stöðu mála á skrifstofu. Til stóð að hafa lokað í júlí líkt og síðustu ár en vegna mikilla anna var viðvera starfsmanna á skrifstofu mikil.
Rætt um langa bið umsækjenda eftir forsamþykki frá sýslumanni. Hugmyndir viðraðar varðandi hvað hægt sé að gera í því. Skoða þarf betur þegar dagsetning fyrir næsta fund með ráðuneyti liggur fyrir.
3. NAC & EurAdopt
Engir fundir verið haldnir þar.
4. Reykjavíkurmaraþon
Hlaupinu sjálfu aflýst. Hlauparar þó hvattir til að hlaupa sitt eigið maraþon og hægt að styrkja um leið. Því velt upp hvort auglýsa eigi það á heimasíðu.
5. Fækkun á biðlista
Nú fleiri ættleiðingar en umsóknir. Rætt hvernig auka megi við umsóknir.
6. 6 mánaða uppgjör
Senda þarf fjármagnsskýrslu vegna fyrri hluta árs á ráðuneytið. Elísabet og Kristinn ætla að vinna skýrsluna og senda á stjórn til yfirlestrar áður en hún verður send ráðuneytinu.
7.Önnur mál
Grill sem átti að halda í haust verður ekki.
Fundi lokið kl. 21:55
Næsti fundur þriðjudaginn 8.september kl. 20:30