Stjórnarfundur 18.09.1986
Mætt eru María - Guðrún - Engilbert - Elín
Málin rædd í kjölfar fundar okkar við ráðuneytið þann 17/9 '86. Þar kom fram að ekki verður opnað fyrir ættleiðingar í gegnum þessa nunnu, þar sem hún starfar ein en hefur regluna ekki með sér. Ekkert var sett út á lögfræðinginn.
Rætt var um að við kæmumst sjálf í samband við barnaheimili og yrðum þar ábyrgðaraðilar, og fengjum svo lögfr. þá yrði þetta milliliðalaust samband, líkt og hjá Svíum.
Fundurinn hjá ráðuneytinu var langur og leiðinlegur. Þar sem okkur fannst þær reyna að gera allt erfiðara. En þær sögðust myndi opna leiðina ef löggiltur lögfr. fengist, og barnaheimili.
Elín Jakobsdóttir