Stjórnarfundur 19.01.2010
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar laugardagur 19. Janúar 2010, kl. 17.15 í húsnæði ÍÆ Austurveri.
21. fundur stjórnar
Mættir til fundarins stjórnarmenn ÍÆ:
Ágúst Guðmundsson
Hörður Svavarsson
Margrét Rósa Kristjánsdóttir
Karl Steinar Valsson
Fundinn sat einnig Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri félagsins.
Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.
Mál á dagskrá:
1. Vinnureglur um meðferð tölvupósts.
2. Erindi Í.Æ. til stjórnmálamanna og embættismanna um áherslur félagsins.
3. Vegna barna á Haíti
4. Eftirfylgniskýrslur unnar af félagsráðgjafa
5. Atvik á málskrá
6. Yfirlit framkvæmdastjóra
7. Önnur mál
1. Vinnureglur um meðferð tölvupósts
Með vísan til 11. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og af gefnu tilefni eru lagðar fram vinnureglur sem skilgreina þá stefnu sem Íslensk ættleiðing fylgir varðandi netvöktun. Sú stefna telst vera þáttur í öryggiskerfi félagsins, sbr. 3. gr. reglna nr. 299/2001 um öryggi persónuupplýsinga. En með netvöktun er átt við óreglubundnar athuganir vegna tilfallandi atvika og viðvarandi eða reglubundið endurtekið eftirlit félagsins með netnotkun á þess vegum.
Vinnureglurnar bera heitið: Vinnureglur um meðferð tölvupósts með endingunni isadopt.is í endingu póstfangs og netnotkun starfsmanna og annara fulltrúa íslenskrar ættleiðingar. Þær heyra undir ábyrgðarsvið Húsnæðisnefndar eins og það er skilgreint í greinargerð með skipuriti félagsins en framkvæmdastjóri ber ábyrgð á framkvæmd reglnanna nema annað sé tilkynnt sérstaklega.
Stjórn samþykkir reglurnar og ákveður að þær verði fyrrliggjandi á vefsvæði félagsins og Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti verði tilkynnt um þær.
2. Erindi Í.Æ. til stjórnmálamanna og embættismanna um áherslur félagsins.
Lagt var fram erindi sem formaður ritaði að beiðni embættismanns sem vinnur að endurskipulagningu tiltekins málaflokks í stjórnsýslunni. Erindið er listi áhersluatriða stjórnar Í.Æ. sem mikilvægt er að tekin séu til skoðunar og endurbóta á næstunni. Við hvert atriði listans er knöpp en hnitmiðuð umfjöllun.
Stjórn telur að þessi listi geti verið gagnlegur fyrir félagsmenn, embættismenn, stjórnmálamenn og aðra sem vilja vinna að úrbótum í málaflokki ættleiðinga en skortir yfirsýn. Samþykkt að endurskrifa inngang og leggja listann fram á vefsvæði félagsins og senda hann til valinna stjórnmálamanna og annara sem óska upplýsinga.
3. Vegna barna á Haíti
Í kjölfar hamfaranna á Haítí hafa borist fregnir af aðstæðum barna þar og félagsmenn hafa verið iðnir við að senda stjórnarmönnum og skrifstofu félagsins ábendingar varðandi fréttir af þessum hörmungum. Vegna eðli málsins var ekki ástæða til að bíð með frumkvæði félagsins hvað þetta varðar þar til formlegur stjórnarfundur færi fram og áttu stjórnarmenn því samræðu um málið með rafrænum samskiptabúnaði.
Niðurstaðan var að senda Rögnu Árnadóttur ráðherra Dómsmála- og mannréttinda erindi og gera efni þess einnig opinbert á vefsvæði félagsins. Formaður ritað ráðherra í kjölfar umræðunnar þann 17. þessa mánaðar og er málið hér fært til bókar.
4. Eftirfylgniskýrslur unnar af félagsráðgjafa
Ættleiðingaryfirvöld í sumum ríkjum gera stranga kröfu um að eftirfylgniskýrslur vegna ættleiddra barna séu unnar af félagsráðgjafa á vegum félagsins, enda löng hefð fyrir því víða um heim að félagsráðgjafar sinni þessum málaflokki.
Það er sérlega mikilvægt að svona sé um hnútana búið gagnvart Tékklandi en einnig kom erindi frá Kínverskum ættleiðingaryfirvöldum nýlega þar sem ítrekaðar eru óskir um að vel sé staðið að allri skýrslugerð og félagsráðgjafar nefndir í því samhengi.
Formaður upplýsir að sett hefur verið af stað vinna til að tryggja að félagið uppfylli allar kröfur hvað þetta varðar. Ef til vill þarf að hafa þessar úrbætur í huga þegar gjaldskrá félagsins verður endurskoðuð.
5. Atvik á málaskrá
Lagður fram listi yfir atvik á málaskrá er varða afgreiðslu og formlegar kvartanir vegna umsýslu félagsins á seinasta ári.
Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið gegnir eftirliti með ættleiðingarfélögum. Það er stefna stjórnar Í.Æ. að greina frá tilvikum með rökstuddum kvörtunum sem berast félaginu með formlegum hætti og niðurstöðum í slíkum málum. Ráðuneytinu verður því gerð grein fyrir atvikum á ofangreindum lista og hvað hefur verið unnið af hálfu félagsins til úrbóta.
6. Yfirlit framkvæmdastjóra
Lagt fram yfirlit framkvæmdastjóra um starfsemi skrifstofu frá seinasta stjórnarfundi. Þar kemur m.a. fram:
- Nú eru hafnir fundir með einstökum hópum biðlistafólks. Fundað verður með hverjum hópi sem er á biðlista frá Kína og einnig verður fundað með þeim sem eru á biðlistum í öðrum löndum. Fundaröðin hefur farið mjög vel af stað.
- Ferlasérfræðingur hefur unnið með starfsmönnum frá byrjun desember að skráningu ættleiðingarferla í hverju landi fyrir sig. Ferlarnir eru nú tilbúnir og verða gerðir aðgengilegir á vefsvæði félagsins.
- Unnið er áfram að endurskipulagningu fjárreiðukerfis. Skipt hefur verið um bankaútibú og náðust góðir samningar með betri kjörum. Ekkert er því til fyrirstöðu að hefja innheimtu félagsgjald vegna ársins 2009.
- Í samræmi við stefnumótun stjórnar er unnið að skipulagi ferðalaga erlendis til að styrkja ættleiðingarsambönd og leita hófanna um ný sambönd.
7. Önnur mál.
Special need
- Ágúst lagði fram yfirlit um vinnulag við afgreiðslu sem er vísir vinnureglum. Hann verður í sambandi við þá sem standa vilja að fræðslu á vegum félagsins um málefnið.
Námskeið um menningu og tungu Kína
- Karl hefur fundað með Geir Sigurðssyni forstöðumanni Konfúsíusarstofnunar H.Í. um hugmyndir um fræðslunámskeið um kínverska menningu og tungu fyrir ættleidd börn og fjölskyldur þeirra.
Ákveðið að kanna áhuga fyrir slíku meðal félagsmanna. Ef vel tekst til með svona námskeið geta þau verið vísir að sambærilegri fræðslu á vegum félagsins um menningu og tungu annarra landa.
Fundi lokið kl: 19:10