Fréttir

Stjórnarfundur 19.05.1986

Mætt voru: Engilbert - Guðrún - Jón Hilmar - Helgi Bjarnason - Elín J.

Aðalefni fundarins var að undirbúa fund með Drífu í dómsmálaráðuneytinu, þar sem við fáum væntanlega að vita endanlega afstöðu ráðuneytisins, þar sem öll gögn frá Sri Lanka varðandi það mál er orsakaði stöðvunina eru komin.

Skoðuðum bréf sem okkur barst frá Hjálparstofnun kirkjunnar um hjálp til barnaheimilis á Sri Lanka, og var ákveðið að standa strax fyrir söfnun og senda út gíróseðla ásamst fréttabréfi um gang mála, eftir fundinn í ráðuneytinu. Áþennan fund var fræðslunefnd ekki boðuð á, væntanlega sitja þau næsta fund.

Elín Jakobsdóttir.


Svæði