Stjórnarfundur 20.11.2019
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 20.nóvember kl. 20:45
heima hjá framkvæmdarstjóra félagsins.
Mætt: Elísabet Hrund Salvarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir.
Magali Mouy, Sigrún Eva Grétarsdóttir og Sigurður Halldór Jesson tók þátt í gegnum fjarfundarbúnað.
Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Mánaðarskýrsla
- Þjónustusamningur
- Fræðsla
- Gjaldskrá
- Fjárhagsáætlun 2020
- Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt.
2. Mánaðarskýrsla október
Skýrsla rædd.
3. Þjónustusamningur
Farið yfir bréf sem DMR sendi vegna endurnýjunar á þjónustusamningi. Svarbréf framkvæmdarstjóra var samþykkt og mun hann senda það á næstu dögum. Gert ráð fyrir því að fundað verði um samninginn í desember.
4. Fræðsla
Farið yfir minnisblað vegna breytinga á undirbúningsnámskeiðnu „Er ættleiðing fyrir mig?“. Kostar félagið mikið þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni vegna námskeiða í þjónustusamningi.
5. Gjaldskrá
Farið yfir hugsanlegar gjaldskrárbreytingar, verður rætt betur á stjórnarfundi í byrjun desember.
6. Fjárhagsáætlun 2020
Farið yfir rekstraráætlun vegna 2020, verður rætt betur á stjórnarfundi í byrjun desember. Framkvæmdarstjóri mun senda beiðni á formann um að ganga megi á eigið fé félagsins til að greiða laun og reikninga vegna rekstrar.
7. Önnur mál
Fundi lokið 22:15
Næsti fundur þriðjudaginn 3. desember kl. 20:30