Fréttir

Stjórnarfundur 21.02.2012

Stjórnarfundur Íslenskrar Ættleiðingar 21. febrúar 2012
Fundinn sátu: Jón Gunnar, Kristinn, Hörður (fundarstjóri), Ágúst og Anna Katrín (ritari fundar).

Dagskrá:
1. Aðalfundur
2. Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi nr.95/2000
3. Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á barnalögum nr. 76/2003
4. Næsta námskeið
5. Laun og launatengd gjöld
6. Önnur mál

1. Tekin var ákvörðun um að halda aðalfund 28. mars 2012 í hátíðarsal gamla sjómannaskólans. Framboðsfrestur til stjórnar er fyrir 14. mars og boða þarf fundinn fyrir 7. mars. Kjósa þarf 4 stjórnarmenn, Ágúst, Vigdís og Jón Gunnar sitja eitt ár enn. Einnig þarf 2 varamenn í stjórn, annan til setu í eitt ár og hinn í tvö.

2. Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi. Ákveðið var að biðja um álit Vigdísar á því þar sem hún hafði aðstoðað fólk sem lenti í vandræðum vegna laganna eins og þau eru núna.

3. Umsögn um frumvarp til breytingar á barnalögum. Hörður tekur að sér að setja fram tillögu um breytingar á orðalagi og bæta við að hægt sé að fela sérstakri stofnun ákvörðun um hagi barna, í stað þess að nefna eingöngu sýslumenn.

4. Búið er að ákveða dagsetningar fyrir næsta námskeið, það verður haldið 20. og 21. apríl 2012. Kristinn tekur að sér að tala við Lene Kamm varðandi það efni sem notað hefur verið frá henni. Skoða/endurnýja þarf samning við leiðbeinendur sem gerður var vegna námskeiðsins sem féll niður í janúar og leita að nýju teymi.

5. Máli frestað.

6. önnur mál
• EurAdopt. Kristinn tekur að sér að vinna skýrslu um starfsemi félagsins sem flytja á á stjórnarfundi EurAdopt í apríl.
• Kynning á rannsókn. Kristinn tekur að sér að undirbúa fund til kynningar á rannsókn Málfríðar Lorange ofl. sem birt var í Læknablaðinu fyrir skemmstu.
• Logo í glugga. Fundur valdi lítil Logo í litlu gluggana á skrifstofunni. Jón Gunnar heldur utan um það mál og leitar endanlegra tilboða.
• Spurt um stöðu á starfsþróunarsamtölum fyrir starfsfólk skrifstofunnar, þarf að skoða það.

Anna Katrín Eiríksdóttir,
27. febrúar 2012.


Svæði