Stjórnarfundur 21.8.2024
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 21.ágúst kl. 17:30.
Mætt: Helga Pálmadóttir, Kristín Ósk Wium, Selma Hafsteinsdóttir og Sigríður Dhammika Haraldsdóttir.
Kristín Ósk Wium tók þátt í gegnum fjarfundabúnað.
Fjarverandi: Sólveig Diljá Haraldsdóttir.
Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir fráfarandi framkvæmdastjóri og Ásta Sól Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri þátt í fundinum.
Dagskrá stjórnarfundar
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
2. Skýrsla skrifstofu
3. 6 mánaða uppgjör
4. DMR
5. Farsæld ættleiddra barna
6. Breytingar á skrifstofu
7. Verkefni næstu mánaða
8. Tógó
9. Sumargrill
10. Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt.
2. Skýrsla skrifstofu
Framkvæmdastjóri fer yfir skýrslu skrifstofu.
3. 6 mánaða uppgjör
Fráfarandi framkvæmdastjóri er að klára 6 mánaða uppgjör og mun endanlegt uppgjör vera sent á stjórn til yfirferðar í tölvupósti. Skila á uppgjöri til DMR byrjun september í samræmi við núverandi þjónustusamning.
4. DMR
Farið yfir fund sem fráfarandi framkvæmdastjóri og formaður félagsins fóru á með DMR í lok júní. Þar var farið yfir þær breytingar sem félagið er að ganga í gegnum með ráðningu nýs framkvæmdastjóra. Á fundinum var líka rætt um stöðu beiðni ÍÆ um löggildingu í Indlandi, núverandi þjónustusamning og hvernig hefði gengið að vinna eftir honum.
5. Farsæld ættleiddra barna
Framkvæmdastjóri fer yfir fund sem var í lok júní með fulltrúum ÍÆ, Bofs og MRN. Í næstu viku, fimmtudaginn 29.ágúst er fundur á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytis þar sem fleiri aðilum sem koma að málaflokknum hefur verið boðið.
6. Breytingar á skrifstofu
Ásta Sól nýr framkvæmdastjóri hóf formlega störf 12.ágúst en sumarið verður notað til að koma henni aðeins inn í málaflokkinn. Elísabet heldur áfram að aðstoða Ástu og sinnir bókhaldi og kemur að verkefninu farsæld ættleiddra barna. Thelma Rún hefur tekið að sér fleiri verkefni.
7. Verkefni næstu mánaða
Lítillega farið yfir þau verkefni sem nýr framkvæmdastjóri fer í, þar er helst nýr þjónustusamningu, vinna vegna löggildingar ÍÆ hjá ICBF í Kólumbíu, farsæld ættleiddra barna og fundir með umsækjendum.
8. Tógó
Beiðni barst frá CNAET, ættleiðingaryfirvöldum í Tógó um að koma í heimsókn til Íslands í framhaldi af heimsókn sinni til Belgíu. Ásta er að setja upp dagskrá og er í samskiptum við Marion, verkefnastjóra ÍÆ vegna Tógó.
9. Sumargrill
Farið yfir sumargrill sem verður sunnudaginn 25.ágúst.
10. Önnur mál
Fundi lokið kl. 19:00
Næsti stjórnarfundur 11.september kl. 17:30.